Laugardalslaug | Reykjavíkurborg

Almennar upplýsingar um Laugardalslaug

Forstöðumaður: Logi Sigurfinnsson.
Rekstrarstjóri: Bjarni Kjartansson.
Hafðu samband

 

Strandblak

Tveir strandblakvellir eru í sundlauginni sem gestir geta nýtt sér endurgjaldslaust. Vellirnir eru opnir frá byrjun maí fram í miðjan september ár hvert. 

Til þess að taka frá tíma þarf að skrá sig með því að smella hér

Nokkrar reglur gilda um vellina

  • Aðgangur að velli greiðist í afgreiðslu eins og um hefðbundna sundferð sé að ræða.
  • Útiklefar eru notaðir fyrir notendur valla
  • Mest má  bóka 2 tíma í einu
  • Völlur 1 er nær laug og völlur 2 er upp við hús
  • Blakarar komi með bolta sjálfir
  • Hægt að nota gula sundbolta sem eru á svæðinu ef vill
  • Munið að skola sand vel af í útisturtu við turn eða í útiklefum að leik loknum
  • Óskir um mótahald sendist á laugardalslaug@itr.is.
  • Nauðsynlegt er að afbóka völl verði hann ekki notaður

Innilaug

Innisundlaugin er fyrst og fremst fyrir æfingar og skólasund en á eftirtöldum tímum gefst almenningi kostur á að njóta innilaugarinnar.

Uppsetning laugarinnar getur verið mismunandi  50m brautir, 25m brautir langsum eða þversum allt eftir aðstæðum hverju sinni og fer það eftir dagskrár laugarinnar.

Almenningur er velkominn í innilaug á eftirfarandi tímum:

mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 8:00 til 15:00,

laugardaga og sunnudaga frá klukkan 12:00 til 21:00 nema þegar mót fara fram.

Hvað er í boði

Ungbarnaaðstaða
Útiklefar
Vaðlaug
Strandblak
Sérklefi
Sjó pottur
Veitingasala
Wipeout braut
Sala á sundfatnaði
Eimbað
Frítt Wifi
Heitir pottar
Barnarennibraut
Barnalaug
50 metra laug
Aðgengi í laug fyrir fatlaða
Hlaupaleiðir
Hreystibraut
Nudd pottur
Rennibraut
Minigolfvöllur
Klór framleiddur úr salti
Innilaug
Kaldur pottur
Heimilisfang: 
Sundlaugavegur 30
105
Sími: 
411 5100
Fax: 
411 5110