Reykvíkingur ársins

Reykvíkingur ársins var útnefndur í fyrsta sinn árið 2011. Tilgangurinn var að leita að einstaklingi sem hafði, með háttsemi sinni eða atferli, verið til fyrirmyndar á einhvern hátt og þakka fyrir þeirra framlag. Reykvíkingur ársins er útnefndur ár hvert.

Ábendingar frá borgarbúum

Árlega er óskað er eftir ábendingum frá borgarbúum. Til greina koma aðeins þeir einstaklingar sem hafa til dæmis sannanlega haldið borginni hreinni með því að tína upp rusl á víðavangi eða sem hafa með ólaunuðu framlagi sínu, djörfung og dug gert Reykjavíkurborg gott á undanförnum árum og haft jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt.

Val á Reykvíkingi ársins

Þriggja manna dómnefnd velur Reykvíking ársins úr innsendum tillögum og sá sem hlýtur nafnbótina fær meðal annars laxveiðidag í Elliðaánum með borgarstjóra, árskort í sundlaugar ÍTR, árskort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og Menningarkortið til eins árs.

Reykvíkingar ársins: