Stafrænt nám fyrir starfsfólk skóla

Teikning af kennurum við störf

Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar starfar framsækið starfsfólk sem rýnir eigin starfsaðferðir, vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og tileinkar sér nýja starfs- og kennsluhætti.

Hér má finna hagnýtar upplýsingar um þjónustu, ráðgjöf, fræðslu, hugbúnað, persónuvernd og fleira.

Undir Google leiðbeiningar fyrir starfsfólk finnur þú kennslumyndskeið, leiðbeiningar og gátlista um Google námsforritin.

Starfsþróun varðandi stafræna tækni

Kennsluráðgjafar Mixtúru, tækni- og sköpunarsmiðju SFS, eru til húsa á Menntavísindasviði við Stakkahlíð. Þeir bjóða upp á fræðslu, ráðgjöf og stuðning við notkun stafrænnar tækni í skóla- og frístundastarfi borgarinnar. Hægt er að panta fræðslu, vinnustofur og ráðgjöf á mixtura@reykjavik.is.

Gróskutengiliðir - Gróskuteymi

Í hverjum grunnskóla borgarinnar er einn aðili tengiliður skólans við innleiðingarverkefni Stafrænnar grósku og heldur utan um innleiðingu námstækja 1:1 í skólanum ásamt skólastjórnendum og Gróskuteymi skólans. 

Leiðbeiningar - stuðningur

Stafræn borgaravitund

Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship) að vera stafrænn borgari, er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð. Samhliða innleiðingu námstækja 1:1 í skólum borgarinnar er mikilvægt að stuðla að ábyrgri netnotkun og stafrænni borgaravitund í öllu starfi með stafræna tækni.

gskolar_fjolskyldan

Netöryggi og persónuvernd

Áður en hugbúnaður er tekinn í notkun í skóla- og frístundastarfi þarf að fara fram áhættumat á honum.

Svara þarf spurningum eins og: Hvaða gögn er unnið með? Hvar eru gögnin vistuð? Er hægt að eyða þeim? Eru auglýsingar tengdar notkun? 

Stjórnendur starfsstaða bera ábyrgð á því að upplýsa foreldra um hvaða tækni er nýtt og hvernig hún er samþætt skólastarfinu. 

 

Kerfisstjórar

Í flestum grunnskólum borgarinnar eru starfandi kerfisstjórar sem starfsfólk getur snúið sér til með vandamál. UTR starfar náið með og styður við daglegt starf kerfisstjóra. 

Vinnur þú hjá Reykjavíkurborg og vantar aðstoð?

Ef þú nærð ekki í kerfisstjórann á þinni starfsstöð:

Sendu beiðni til utr@reykjavik.is

Síminn hjá UTR er: 411 1900

 

Það er mikilvægt að senda upplýsingar um símanúmer og starfsstöð þegar beiðni er send á UTR í tölvupósti.

Teikning af fólki að horfa á skjái.

Mixtúra

Sköpunar- og upplýsingatækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

Mixtúra er staðsett á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, í stofu K-101 í Kletti.

 

Opnunartími Búnaðarbankans:

Mánudagar frá kl. 13:30-15:00

Föstudagar frá kl. 9-11 og 13:30-15:00

Þú getur haft samband með tölvupósti: mixtura@reykjavik.is
Sími 411 7080