Starfsþróun

Teikning af fólki að horfa á skjái.

Mixtúra veitir starfsstöðum SFS stuðning og ráðgjöf við innleiðingu á stafrænni tækni og skapandi vinnu, stuðlar að samstarfi við háskóla um starfsþróun og veitir stuðning við þróun og nýsköpun. 

Starfsstaðir skóla- og frístundasviðs geta óskað eftir fræðslu, vinnustofum og menntabúðum fyrir stærri og minni hópa án endurgjalds. Kennsluráðgjafar Mixtúru eru staðsettir á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og þar er Búnaðarbankinn einnig til húsa. 

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Starfsþróun og stuðningur

Mixtúra

Sköpunar- og tækniver skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur

 

Mixtúra er staðsett á Menntavísindasviði HÍ við Stakkahlíð, í stofu K-101 og K-104 í Kletti.

 

Opnunartími Búnaðarbankans:

Mánudagar frá kl. 13:30-15:00
Föstudagar frá kl. 9-11 og 13:30-15:00

Þú getur haft samband með tölvupósti: mixtura@reykjavik.is
Sími 411 7080