Google leiðbeiningar fyrir nemendur

Teikning af nemendum í skólastofu

Að vera með þitt námstæki alla daga gefur þér möguleika sem þú hafðir ekki áður til stuðnings, samstarfs og skapandi verkefna.

Leiðbeiningar

Hvernig skrái ég mig inn í Google skólaumhverfið?

Allir nemendur í Reykjavíkurborg hafa aðgang að Google skólaumhverfinu með aðganginum @gskolar.is.

Hvað er Google Classroom?

Google Classroom er stafrænn skóli þar sem kennarar þínir bjóða þér í skólastofur sínar. Þar geta þeir sett inn námsefni, kennsluáætlun, ítarefni, hlekki á gagnlegar vefsíður og kennslumyndskeið. Þeir geta deilt með ykkur skjölum, sett inn fyrirmæli og búið til skilahólf fyrir ykkur.