Stafrænt skólaumhverfi fyrir nemendur

Teikning af nemendum í skólastofu

Allir nemendur á mið- og unglingastigi í borgarreknum grunnskólum hafa afnot af námstæki, annað hvort Chromebók eða iPad. Eigið námstæki eykur möguleika á fjölbreyttari verkefnavinnu og margs konar stuðningi við námið.

Nemendur eru með aðgang að stafræna skólaumhverfi Google þar sem kennarar setja inn námsgögn og fyrirmæli í stafrænum skólastofum Google Classroom og þar skila nemendur stafrænum verkefnum.  

 

Hvar byrja ég?

Þú þarft að nota skólanetfangið þitt @gskolar.is til að skrá þig inn í Chromebók og Google skólaumhverfið.

Google leiðbeiningar

Google Classroom er stafrænn skóli þar sem kennarar þínir bjóða þér í skólastofur sínar. Þar geta þeir sett inn námsefni, kennsluáætlun, ítarefni, hlekki á gagnlegar vefsíður og kennslumyndskeið. Þeir geta deilt með þér skjölum, sett inn fyrirmæli og búið til skilahólf fyrir þig.

Gott að vita

Stafræn borgaravitund

Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship) að vera stafrænn borgari, er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð. Við innleiðingu námstækja í skólum borgarinnar eru allir hvattir til að skerpa á góðum netvenjum.

gskolar_fjolskyldan

Persónuvernd og stafrænt skólastarf

Það skiptir máli hvaða hugbúnaður er notaður í skólastarfi og við þurfum að gæta að öryggi ykkar og réttindum á netinu. 

 

Áður en hugbúnaður er tekinn í notkun í skóla- og frístundastarfi þarf að fara fram áhættumat á honum.
Svara þarf spurningum eins og: Hvaða gögn er unnið með? Hvar eru gögnin vistuð? Er hægt að eyða þeim? Eru auglýsingar tengdar notkun?

Teikning af tveimur nemendum með skólatöskur á bakinu