Grandaborg
Leikskóli með ungbarnadeild
Boðagrandi 9
107 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Grandaborg hóf starfsemi sína í maí árið 1985. Hann er til húsa í vesturbæ Reykjavíkur í næsta nágrenni við íþróttasvæði KR, sundlaug Vesturbæjar og Grandaskóla. Stutt er einnig í miðbæ Reykjavíkur þar sem hægt er t.d. að heimsækja endurnar á tjörninni. Leikskólinn skiptist í fjórar deildir þar sem 75 börn geta dvalið samtímis. Deildirnar bera nöfn úr nánasta umhverfi, sem er náttúran, fjaran og sjórinn og kallast Fjöruvík, Klettavík, Skeljavík og Ölduvík. Starfsmenn Grandaborgar eru 25.
Leikskólastjóri er Helena Jónsdóttir
Framkvæmdir
Leikskólinn Grandaborg
Viltu vita meira um Grandaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Einkunnarorð Grandaborgar eru vinátta, samkennd og virðing
Í Grandaborg er unnið úr frá stefnu Heilsuleikskólans, en markmið stefnunnar eru að stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart heilsusamlegum lífsstíl, hugmyndafræði John Dewey um reynslu, áhuga og virkni ásamt þarfapíramída Abraham H. Maslow um þróun sjálfsmyndar. Útinám og umhverfismennt er stór þáttur í leikskólastarfi Grandaborgar en þar er lögð áhersla á að börnin verði læs á umhverfi, hvort sem það er nærumhverfi leikskólans eða aðrir staðir sem heimsóttir eru.

Leikskólastarf
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Grandaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Grandaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Grandaborgar
Leikskólinn Grandaborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkurborgar