Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis fyrir velferðarsvið og skóla- og frístundasvið
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Markmið er að innleiða sama eldhúsumsjónarkerfi fyrir bæði velferðarsvið og skóla- og frístundasvið til að:
- Minnka matarsóun með betri nýtingu matvæla og einfaldara pöntunarkerfi
- Samræma uppskriftir og innkaup sem gæti stuðlað að auknu úrvali grænmetisrétta í mötuneytum
- Hægt sé að fylgjast með og minnka kolefnisspor máltíða
- Auka möguleika á gæðaeftirliti vegna fæðuframboðs og fæðuráðlegginga
- Bæta upplýsingagjöf til skjólstæðinga varðandi næringarinnihald matvæla, uppruna og ofnæmisvalda
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Staða: Í vinnslu
Stöðulýsing 1. janúar 2024
Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis hefur verið birt og hafa borist tvö tilboð. Stefnt er því að fara í samningsviðræður vegna þessa og í kjölfarið á vali hefst innleiðing kerfisins.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Vinna við útboð á eldhúsumsjónarkerfi er lokið og stefnt er að því að útboðisferli hefjist haustið 2023 og í kjölfaruð hefjist innleiðing kerfisins. | |
Janúar 2023 | Vinnu við yfirferð á kröfulýsingum er nánast lokið. Breytingastjóri hefur tekið til starfa í teymi og búið er að skipa vörustjóra kerfis. Áætlað er að útboð verði sent út fyrir haustið 2023. | |
Júlí 2022 | Vinna hefur þegar farið fram við gerð útboðs undanfarið ár fyrir velferðarsvið. Unnið er að því að yfirfara kröfur, lagfæra og samræma í útboðsskjali. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
---|---|---|---|
Haftengd útivist | Lokið | 2023 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum | Lokið | 2022 | Skóla- og frístundasvið |
Hollustumerkingar á innkaupalista fyrir mötuneyti | Í vinnslu | 2025 | Skóla- og frístundasvið |
Þróun 6 vikna matseðils | Lokið | 2022 | Skóla- og frístundasvið |
Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis | Í vinnslu | 2024 | Skóla- og frístundasvið Velferðarsvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.