Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis fyrir velferðarsvið og skóla- og frístundasvið

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Markmið er að innleiða sama eldhúsumsjónarkerfi fyrir bæði velferðarsvið og skóla- og frístundasvið til að:

  1. Minnka matarsóun með betri nýtingu matvæla og einfaldara pöntunarkerfi
  2. Samræma uppskriftir og innkaup sem gæti stuðlað að auknu úrvali grænmetisrétta í mötuneytum
  3. Hægt sé að fylgjast með og minnka kolefnisspor máltíða
  4. Auka möguleika á gæðaeftirliti vegna fæðuframboðs og fæðuráðlegginga
  5. Bæta upplýsingagjöf til skjólstæðinga varðandi næringarinnihald matvæla, uppruna og ofnæmisvalda

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis hefur verið birt og hafa borist tvö tilboð. Stefnt er því að fara í samningsviðræður vegna þessa og í kjölfarið á vali hefst innleiðing kerfisins.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Vinna við útboð á eldhúsumsjónarkerfi er lokið og stefnt er að því að útboðisferli hefjist haustið 2023 og í kjölfaruð hefjist innleiðing kerfisins.
  Janúar 2023   Vinnu við yfirferð á kröfulýsingum er nánast lokið. Breytingastjóri hefur tekið til starfa í teymi og búið er að skipa vörustjóra kerfis. Áætlað er að útboð verði sent út fyrir haustið 2023.
  Júlí 2022 Vinna hefur þegar farið fram við gerð útboðs undanfarið ár fyrir velferðarsvið. Unnið er að því að yfirfara kröfur, lagfæra og samræma í útboðsskjali.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Staða Verklok Svið
Haftengd útivist Lokið   2023 Umhverfis- og skipulagssvið
Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum Lokið   2022 Skóla- og frístundasvið
Hollustumerkingar á innkaupalista fyrir mötuneyti Í vinnslu 2025 Skóla- og frístundasvið
Þróun 6 vikna matseðils Lokið   2022 Skóla- og frístundasvið
Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis Í vinnslu 2024 Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið