Fífuborg

Leikskóli

Fífurimi 13
112 Reykjavík

Leikskólinn Fífuborg og útileiksvæði

Um leikskólann

Opnunartími Fífuborgar er frá 07:30 til 16:30

Leikskólinn Fífuborg í Grafarvogi tók formlega til starfa í janúar 1993. Í næsta nágrenni skólans er grenndarsvæði hans, Hallsholt. Það er vinsæll áfangastaður í gönguferðum barnanna og mikið nýtt í útikennslu og frjálsum leik. Starfsmenn eru 20 á fjórum deildum skólans þar sem um 70 börn geta dvalið samtímis. Deildirnar kallast Ljósheimar, Álfheimar, Dvergheimar og Hulduheimar.

Athugið að leikskólinn er staðsettur í Húsaskóla tímabundið, út janúar 2024.

Leikskólastjóri er Helga Sigurðardóttir

 

Leikskólinn Fífuborg

Viltu vita meira um Fífuborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Fífuborgar eru virðing, heilbrigði og gleði

 

Leikurinn er kennslutæki okkar í Fífuborg og á honum grundvallast allt starf skólans. Lagt er út frá því að börn læri best í gegnum leik og því skapaðar aðstæður þar sem barnið fær notið sín í leiknum og hafi greiðan aðgang að fjölbreyttum og opnum efnivið bæði innandyra sem utan. Megináherslur í starfi leikskólans eru vinátta, umhverfismennt, læsi og lýðræði.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Fífuborgar? Í skólanámskrá Fífuborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Fífuborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Fífuborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Eineltisáætlun

Hér getur þú kynnt þér eineltisáætlun leikskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Fífuborgar

Leikskólinn Fífuborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Myndir frá Fífuborg