Dalheimar

Frístundaheimili

 

Holtavegur 32
104 Reykjavík

Dalheimar

Um Dalheima

Opið alla virka daga frá klukkan 13:40 til 17:00

Dalheimar er safnfrístund fyrir 3. og 4.bekk Laugarnesskóla og Langholtsskóla sem rekin er af frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Það er staðsett í Laugardalnum í nálægð við skemmtilegt útisvæði þar sem krakkarnir geta leikið sér í alls kyns ævintýraleikjum.

Forstöðumaður er Lilja Marta Jökulsdóttir (664 7627)

Aðstoðarforstöðumaður er Linda Björk Hávarðardóttir (664 5211)

Lengd viðvera

Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í Dalheimum frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Dalheimar eru lokaðir í vetrarleyfi skólans.

Strákar að perla

Dagleg starfsemi

Dalheimar eru fyrsta safnfrístund í heimi sem hefur fengið viðurkenninguna Réttindafrístund UNICEF og notar meðal annars frístundalæsi í tengslum við verkefnið. Dalheimar hafa hlotið Regnbogavottun Reykjavíkurborgar. Dalheimar vinna með heilsueflandi frístundaheimili og grænu skrefin og eru t.a.m. með umhverfis-föstudaga þar sem m.a. er boðið upp á afganga í síðdegishressingu, einungis notaður pappír í föndur og ýmislegt fleira. Til að valdefla börnin og auka sjálfstæði hafa Dalheimar einnig boðið upp á hlutverk fyrir börnin til að taka þátt í starfi Dalheima, vera með klúbb, aðstoða í matsal og fleira.

Hagnýtar upplýsingar

Frístundadagatal

Í frístundadagatali Dalheima má finna hvenær eru heilir dagar, hvenær er lokað og ýmislegt fleira sem mikilvægt er að kynna sér. 

Gjaldskrá

Hér getur þú nálgast gjaldskrá fyrir vetrar- og sumarstarf frístundaheimila ásamt upplýsingum um systkina afslátt og ýmislegt fleira. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í frístundaheimilinu Dalheimum má finna á heimasíðum Laugarnesskóla og Langholtsskóla.