Frístundastarf fatlaðs fólks

Börn og fullorðnir sigla á bátum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fatlað fólk. Starfrækt eru frístundaheimili og félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í Klettaskóla, þrjár sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn og unglinga í almennum grunnskólum og Brúarskóla. Einnig er frístundastarf fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-30 ára í Hinu Húsinu. Sótt er um með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Ef óskað er eftir aðstoð við skráningu er hægt að hafa samband við starfsfólk viðkomandi starfsstaðar. 

Hitt húsið

Hitt Húsið býður upp á frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna.  Meginmarkmið starfsins er að stuðla að virkni og félagslegri þátttöku þeirra í frítíma sínum.

 

Einu sinni í viku er einnig opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16-30 ára. Hitt Húsið á aðild að hátíðinni List án landamæra. 

 

Á sumrin bjóðast þeim ungmennum sem sótt hafa vetrarstarfið atvinnutengt frítímastarf. Markmiðið er að ungmennin fái að kynnast ýmsum störfum á hinum almenna vinnumarkaði og hinn almenni vinnumarkaður fái að kynnast þeim.

""