Frístundastarf fatlaðs fólks

Börn og fullorðnir sigla á bátum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fatlað fólk; börn, unglinga og fullorðna.Starfrækt eru frístundaheimili og félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í Klettaskóla, þrjár sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn og unglinga í almennum grunnskólum og Brúarskóla og félagsstarf fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-30 ára í Hinu Húsinu.