Frístundastarf fatlaðs fólks

Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fatlað fólk. Starfrækt eru frístundaheimili og félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í Klettaskóla, þrjár sértækar félagsmiðstöðvar fyrir fötluð börn og unglinga í almennum grunnskólum og Brúarskóla. Einnig er frístundastarf fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-30 ára í Hinu Húsinu. Sótt er um með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan. Ef óskað er eftir aðstoð við skráningu er hægt að hafa samband við starfsfólk viðkomandi starfsstaðar.