Laugarnesskóli

Grunnskóli

Kirkjuteigur 24
105 Reykjavík

Laugarnesskóli

Um Laugarnesskóla

Skólinn er fyrir börn í 1-6 bekk.

Frístundaheimilið Laugarsel er fyrir börn í 1-2 bekk og er við Laugarnesskóla. Frístundaheimilið Dalheimar er fyrir börn í 3-4 bekk í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og er staðsett í Laugardalnum, rétt hjá Langholtsskóla. 

  • Skólastjóri er Sigríður Heiða Bragadóttir.

 

Ástand húsnæðis Laugarnesskóla

Verkfræðistofan Efla vann skýrslu um ástand byggingar Laugarnesskóla 22. september 2022. Við skoðun kom í ljós að ýmis rakatengd vandamál eru til staðar í byggingunum sem kannski þarf ekki að koma á óvart þegar um tæplega 90 ára gamalt hús er að ræða. Hluti skólahúsnæðisins er friðaður og þurfa viðhaldstillögur að taka tillit til þess. Kjarnasýni sem tekin voru sýna að myglu er víða að finna í húsinu.

Eftir ráðleggingar frá sérfræðingum Eflu og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar hefur verið unnið að mótvægisaðgerðum til að bæta innivist í skólanum þar til hægt verður að fara í umfangsmeiri framkvæmdir. Meðal mótvægisaðgerða eru tilfærslur innan skólans, lagfæringar á kennslurýmum, uppsetningar á lofthreinsitækjum og sérstök sótthreinsiþrif.

Það verður heilmikið verkefni að fara í nauðsynlega endurnýjun á þessu sögufræga og friðaða húsi og verður að undirbúa allar framkvæmdir sérstaklega vel. Sú vinna var þegar hafin en um leið og farið verður í viðgerðir vegna rakaskemmda verður unnið að því uppfæra húsið samkvæmt nútímakröfum um aðgengi, kennsluhætti, hljóðvist, orkunýtingu, öryggi og loftskipti.

Skýrslan og framkvæmdir verða kynnt foreldrum á opnum fundi þann 23. mars 2023.

Skólinn er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur:

  • Borgartún
  • Brekkulækur
  • Brúnavegur
  • Bugðulækur
  • Dalbraut
  • Engjateigur
  • Gullteigur
  • Hallgerðargata 
  • Hátún
  • Héðinsgata
  • Hofteigur
  • Hraunteigur
  • Hrísateigur
  • Höfðatún
  • Jökulgrunn
  • Kirkjusandur
  • Kirkjuteigur
  • Kleifarvegur
  • Kleppsvegur til 60
  • Laugalækur
  • Laugarásvegur til 30 og 37
  • Laugarnestangi
  • Laugarnesvegur
  • Laugateigur
  • Mánatún
  • Miðtún
  • Nóatún til 20
  • Otrateigur
  • Rauðalækur
  • Reykjavegur
  • Samtún
  • Selvogsgrunn
  • Sigtún
  • Silfurteigur
  • Sóltún
  • Sporðagrunn
  • Sundlaugavegur
  • Vesturbrún
  • Viðey