Barna- og unglingastarf í Tjörninni

Tjörnin heldur utanum starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum. Markmiðið er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Lögð er sérstök áhersla á forvarnarstarf, að stuðlað sé að jákvæðum félagsþroska, að starfsemin standi öllum til boða og að fyrirliggjandi séu upplýsingar um íþrótta- og tómstundartilboð í hverfinu.