Álftaborg

Leikskóli

Safamýri 30
108 Reykjavík

Leikskólinn Álftaborg að utan.

Um leikskólann

Opnunartími Álftaborgar er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Álftaborg hefur verið starfræktur síðan í janúar 1968 og telst því til elstu leikskóla Reykjavíkurborgar. Nýtt húsnæði leikskólans var formlega tekið í notkun í nóvember 2007 og er starfsfólk 27 talsins. Á leikskólanum Álftaborg dvelja 82 börn samtímis sem skiptast niður á fjórar deildir. Lækjahvammur og Merkisteinn tilheyra yngstu börnunum en Seljaland og Hlíðarhvammur þeim eldri.

Leikskólastjóri er Anna Hjördís Ágústsdóttir

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Umhyggja, gleði og virðing eru gildi Álftaborgar

 

Hugmyndafræði Álftaborgar styðst m.a. við kenningar fræðimannanna Loris Malaguzzi, John Dewey, Howard Gardner og Daniel Goleman. Þeir leggja allir áherslu á að leikskólinn eigi að veita hverju barni tækifæri til að tjá hugsanir sínar og skoðanir þannig að það sé við stjórnvölinn í eigin lífi og axli ábyrgð á gjörðum sínum. Einnig að það sýni samhygð, skilji umhverfi sitt og bregðist við á lýðræðislegan hátt með því að taka þátt í mismunandi samskiptum og ákvörðunum.

 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Álftaborgar? Í skólanámskrá Álftaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Álftaborg? Í starfsáætlun Álftaborgar finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. Starfsáætlun fyrir 2024-2025 er birt með fyrirvara um að hún verði samþykkt. 

Innra mats áætlun

Hér má finna innra mats áætlun leikskólans Álftaborgar 2023-2027. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Barn í dökkbláum útigalla með húfu að róla sér á leikskólanum Álftaborg

Miðstöð Álftaborgar

Leikskólinn Álftaborg tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. 

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. 

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Álftaborgar er: Kristrún Ósk Valmundsdóttir

Fela af listanum 'Staðir'
Off