Miðborgarsjóður

Hlutverk Miðborgarsjóðs er að stuðla að því að miðborgin sé áhugaverður og aðlaðandi dvalar og áfangastaður fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila borgarinnar, landsmenn alla og erlenda gesti. Markmið Miðborgarsjóðs er að stuðla að fjölbreytni í miðborginni og eflingu hennar sem íbúðabyggðar og um leið miðstöðvar verslunar, þjónustu, mannlífs, menningar og stjórnsýslu.

Umsóknarfrestur í Miðborgarsjóð er liðinn

Opnað verður fyrir umsóknir á ný haustið 2024.

Gott að hafa í huga

Áður en þú sækir um styrk hvetjum við þig til kynna sér úthlutunarreglur Miðborgarsjóðs sem og reglur Reykjavíkurborgar um styrki

Einungis eru teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum eru stefna miðborgarmála og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar hafðar til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á.

Styrkir úr Miðborgarsjóði eru samþykktir af Borgarráði en það eru verkefnisstjórar miðborgarmála sem vinna úr innsendum umsóknum. Styrkir úr sjóðnum eru afgreiddir eftir að samningar um styrkveitingu hafa verið undirritaðir og gegn framvísun fjárhagsáætlunar vegna þess verkefnis sem styrkurinn er veittur til. Styrkirnir eru greiddir út í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins.

 Fyrirspurnir og ábendingar

Fyrirspurnir eða ábendingar má senda á midborgin@reykjavik.is - þú getur einnig sent okkur línu með beiðni um að við setjum þig á póstlista.  Nánari upplýsingar um úthlutanir úr miðborgarsjóði veita Jón Halldór Jónasson og Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnisstjórar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.