Styrkir fyrir myndríka miðlun um sögu Reykjavíkur

""

Rithöfundar, útgefendur og aðrir sem hyggja á myndríka miðlun geta sótt um styrk frá Reykjavíkurborg. Styrkurinn er fyrir niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á ljósmyndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, að hluta eða heild. Næsta úthlutun verður vorið 2023.

Hvernig sæki ég um?

Í umsókn um styrk til myndríkrar miðlunar þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu. Einnig skal fylgja verðáætlun frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur vegna fyrirhugaðra kaupa á ljósmyndum til birtingar skv. gjaldskrá safnsins.

Sótt er um styrk til myndríkrar miðlunar í gegnum Mínar síður hér á vefnum. Umsóknarfrestur er til kl. 12 mánudaginn 2. maí 2022. 

Varðveisla menningararfleifðar

Markmið styrkveitingarinnar er að hlúa að varðveislu menningararfleifðar Reykjavíkur og hvetja til miðlunar á sögu hennar. Hópur skipaður þremur sérfræðingum á menningar- og ferðamálasviði fer yfir umsóknir og gerir tillögu til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar um val á umsækjendum.

Nánari upplýsingar veitir María Rut Reynisdóttir í gegnum tölvupóstfangið: maria.rut.reynisdottir@reykjavik.is eða síma: 411 1111.