Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt árlega og hefðinni samkvæmt afhent síðasta vetrardag við hátíðlega athöfn í Höfða.
Markmið
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs.
Barnabókaverðlaunin og verkefni henni tengd eru unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar-, íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar í Bókmenntaborginni Reykjavík.
Verðlaun
Verðlaunin eru veitt rithöfundum, myndhöfundum og þýðendum barnabóka fyrir metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn. Markmið þessara virtu verðlauna er að vekja athygli á þýðingu góðra bókmennta fyrir börn og ungmenni og því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu.
Verðlaunin eru því þrískipt, þ.e. veitt eru verðlaun fyrir bestu frumsömdu íslensku barnabókina, bestu þýðingu á barnabók yfir á íslensku og bestu myndlýsingu í íslenskri barnabók.
Fimmtán bækur, fimm í hverjum flokki, eru tilnefndar; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, bestu þýðingu á erlendri barna- og unglingabók og fyrir bestu myndlýsingu.
Dómnefnd
Dómnefnd barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar er skipuð fimm fulltrúum sem skipaðir eru af skóla- og frístundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Rithöfundasambandi Íslands og Fyrirmynd, félagi myndhöfunda.
Reglur um Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar