Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni
Ungbarnaleikskóli
Bríetartún 11
105 Reykjavík
Um leikskólann
Ungbarnaleikskóli við Bríetartún er sniðin að þörfum ungra barna á aldrinum 12 mánaða til þriggja ára. Börn eru innrituð á aldrinum 12 til 24 mánaða og þurfa foreldrar að sækja um flutning í upphafi þess árs sem börnin verða 3 ára. Leikskólinn rúmar 60 börn og starfar í fjórum deildum. Ungbarnaleikskólar taka inn börn á aldrinum 12-24 mánaða. Sækja þarf um flutning í aðra leikskóla á því ári sem börnin verða 3 ára. Leikskólinn í Bríetartúni stækkaði um tvær deildar í október, 2023. Þegar ungbarnaleikskólinn í Hallgerðargötu opnaði.
Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.
Leikskólastjóri er Anna Ben. Blöndal
Aðstoðarleikskólastjóri er Hólmfríður Jóhannesdóttir
Hugmyndafræði
Ungbarnaleikskólinn í Bríetartúni opnaði 1.apríl 2022. Í ungbarnaleikskóla er sérstök rækt lögð við umönnun, góð samskipti og málþroska og er málörvun rauður þráður í gegnum allt það starf sem fram fer í leikskólanum.
Hugmyndafræði skapandi starfs og könnunarleikur eru í fyrirrúmi ásamt tónlist, hreyfingu, söng, líkamlegri örvun og útiveru. Við vinnum með málörvunarefni, þar sem áhersla er á sjónrænt skipulag með samtali.
Leikskólastarfsemi
Leikskóladagatal
Hvenær eru starfsdagar í Bríetartúni? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Ungbarnaleikskólanum í Bríetartúni? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Miðstöð Ungbarnaleikskólans Bríetartúni
Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.
Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Tengiliður leikskólans er: Anna Ben. Blöndal
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.
Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Framkvæmdir
Ungbarnaleikskólinn í Bríetartúni er liður í verkefnaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Leikskólinn tók til starfa vorið 2022.
Myndir frá Bríetartúni
Hvað viltu skoða næst?
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Leikskólar Í Reykjavík eru um 80 leikskólar, bæði borgarreknir og sjálfstætt starfandi
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur
- Farsældarþjónusta Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna