Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni

Ungbarnaleikskóli

Bríetartún 11
105 Reykjavík

Ungbarnaleikskólinn við Bríetartún

Um leikskólann

Opnunartími ungbarnaleikskólans er frá 7:30 til 16:30

Nýr ungbarnaleikskóli við Bríetartún er sérsniðin að þörfum ungra barna á aldrinum 12 mánaða til þriggja ára. Hann rúmar 60 börn og starfar í fjórum deildum. Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.

Leikskólastjóri er Anna Ben. Blöndal

 

Hugmyndafræði

Ungbarnaleikskólinn er opnaði vor 2022 og er hugmyndafræði og stefna hans því í mótun. Grunnur í fagstarfinu verður skapandi starf, flæði og umhverfið sem þriðji kennarinn.

Í ungbarnaleikskóla sérstök rækt lögð við umönnun, góð samskipti og málþroska og verður málörvun rauður þráður í gegnum allt það starf sem fram fer í leikskólanum. Hugmyndafræði skapandi starfs og könnunarleikur eru í fyrirrúmi ásamt tónlist, hreyfingu, söng, líkamlegri örvun og útiveru. 

Miðstöð Ungbarnaleikskólans Bríetartúni

Ungbarnaleikskólinn Bríetartúni tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Framkvæmdir

Ungbarnaleikskólinn í Bríetartúni er liður í verkefnaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum og brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leikskólinn tók til starfa vorið 2022. 

Myndir frá Bríetartúni