Úlfabyggð

Frístundaheimili

Dalskóli við Úlfarsbraut 118–120
113 Reykjavík

""

Um Úlfabyggð

Opið alla virka daga frá klukkan 13:40 til 17:00

Í Dalskóla er frístundastarf samþætt almennu skólastarfi grunnskólabarna í 1.- 4. bekk sem nemur fimm tímum (rúmlega þremur klst.) inn í stundatöflu þeirra og fer frístundastarfið fram í frístundaheimilinu Úlfabyggð. Hefðbundið gjaldskylt frístundastarf í Úlfabyggð hefst kl. 13:30 hjá 1. bekk og kl. 14:00 hjá 2.-4. bekk. Börnin af elstu deild leikskólahlutans koma inn í frístundastarfið í Úlfabyggð einu sinni til tvisvar sinnum í viku yfir vetrartímann. Þetta er hluti af samþættingunni og til að brúa bilið á milli skólastiga – að byrja í Úlfabyggð að hausti fyrir fyrstu bekkinga verður lítið mál því að börnin eru búin að fá góða aðlögun veturinn á undan.

Forstöðumaður er Ragnheiður Erna Kjartansdóttir 

Lengd viðvera

Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í Úlfabyggð frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Lokað er í Úlfabyggð í vetrarleyfi skólans.

Dagleg starfsemi

Dalskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístundaheimili og er því samstarf allra þriggja eininga innan skólans töluvert. Úlfabyggð er staðsett innan veggja skólans. Undanfarin ár hefur smiðjustarf Úlfabyggðar verið mjög metnaðarfullt þar sem lögð er áhersla á markmiðasetningu starfsmanna í smiðjum og að fá sem flest börn til þátttöku í starfinu. Hver smiðja stendur yfir í 4-6 skipti en dæmi um smiðjur eru stuttmyndasmiðja, útieldunarsmiðja, myndasögusmiðja og jógasmiðja.

Hagnýtar upplýsingar

Frístundadagatal

Í frístundadagatali Úlfabyggðar má finna hvenær eru heilir dagar, hvenær er lokað og ýmislegt fleira sem mikilvægt er að kynna sér. 

Gjaldskrá

Hér getur þú nálgast gjaldskrá fyrir vetrar- og sumarstarf frístundaheimila ásamt upplýsingum um systkina afslátt og ýmislegt fleira. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í frístundaheimilinu Úlfabyggð má finna á heimasíðu Dalskóla

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​