Sorphirða

Sorphirða Reykjavíkurborgar hirðir úrgang frá heimilum borgarinnar. Skylda er að vera með ílát fyrir fjóra flokka við öll heimili. Íbúar geta fjölgað eða fækkað tunnum við heimili eftir þörfum. Þegar við flokkum förum við betur með verðmæti og höfum jákvæð áhrif á umhverfið.  

Skil á endurvinnsluefnum

Þegar við leggjum okkar af mörkum og flokkum rétt erum við að stuðla að því að hægt sé að endurvinna og nýta áfram það sem nýtist okkur ekki lengur. Ert þú að henda þínu rusli í rétta tunnu?

Nýtt flokkunarkerfi

Reykjavíkurborg tekur upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi sorphirðu í samvinnu við nágrannasveitarfélög. Skylt varð að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili með lögum um hringrásarhagkerfi, sem tóku gildi í janúar 2023. Þetta er stórt umhverfismál en með réttri flokkun er hægt að minnka sóun og endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent.  

Notum rétta tunnu

Fjölbýlishús

Í fjölbýlishúsum þarf að eiga samráð um breytingar á fjölda og tegundum tunna. Það er vegna þess að þær hafa áhrif á þau gjöld sem íbúar greiða fyrir sorphirðu.

Aðgengi og viðhald sorptunna

Það er mikilvægt að sorphirðustarfsfólk komist óhindrað og örugglega að sorptunnum. Það sparar tíma við hirðu, fækkar tjónum, hefur áhrif á heilbrigði starfsfólks og tryggir þínu heimili betri og ódýrari þjónustu. Er aðgengið að tunnunum þínum í lagi?

Gjaldskrá

Það er ódýrara að henda minna og flokka meira! Verði breytingar á fjölda sorpíláta eða tíðni losana miðast breytingar á gjöldum við þá viku sem óskað er eftir breytingunni.