Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar

Vesturbæjarskóli
Sólvallagötu 67
107 Reykjavík

Vesturbæjarskóli séð frá Sólvallagötu

Skólahljómsveit Vesturbæjar var stofnuð 18. nóvember 1954 og var ein tveggja fyrstu skólahljómsveita í Reykjavík. Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Páll P. Pálsson  sem starfaði 1954 til 1994. Lárus H. Grímsson hóf störf árið 1994 og stjórnaði sveitinni til ársins 2019. 

Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar þjónar öllum börnum og unglingum á svæðinu frá Kringlumýrarbraut í austri að Seltjarnarnesi í vestri. 

Stjórnandi er Ingi Garðar Erlendsson.

Skóladagatal

Hér finnur þú skóladagatal skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Í skóladagatali er eru skráðir tónleikar, fundir og frídagar ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir nemendur og forsjáraðila.

Starfsfólk

Viltu hafa samband? 
Hér getur þú séð meira um hljómsveitastjóra og kennara.

Kennsla og námsmat

Nám í skólahljómsveitum er tvíþætt:

  • Virk þátttaka í A, B eða C sveitum eftir aldri og færni nemenda.
  • Auk þátttöku í hljómsveitaræfingum á hver nemandi kost á hljóðfærakennslu í 40-60 mínútur á viku eftir aldri og kunnáttu.
 

Hljóðfærakennsla fer eftir atvikum fram á skólatíma eða eftirá. Skipulag kennslustunda á skólatíma er í samráði við skólastjóra, viðkomandi grunnskólakennara og með samþykki forráðamanna. Hljóðfæranám byggir að stórum hluta á heimaæfingum. Því er nauðsynlegt að nemendur hafi aðstöðu og njóti stuðnings heima fyrir.

Ástundun

Nemendur mæti á allar hljómsveitaræfingar, spilatíma og aðra skipulagða viðburði á vegum skólahljómsveitarinnar. Öll forföll skal tilkynna með fyrirvara.
Til að viðunandi árangur náist í hljóðfæranámi þarf nemandi að leika á hljóðfæri sitt á hverjum degi.

Námsmat

Námsmat fer fram a.m.k. einu sinni á ári samkvæmt starfsáætlun skólahljómsveita.
Felst það í:

  • Ársprófi skólahljómsveita eða grunn-/miðprófi tónlistarskóla eftir því sem við á.
  • Umsögn og/eða einkunn kennara og stjórnanda um ástundun nemanda.