Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
Fellaskóli
Norðurfell 17–19
111 Reykjavík
Á sjötta hundrað nemendur stunda nám í skólahljómsveitunum fjórum sem starfræktar eru í Reykjavík. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts var stofnuð veturinn 1968-1969. Í henni eru börn og unglingar úr öllum grunnskólum í Árbæjar- og Breiðholtshverfum. Aðsetur er í Fellaskóla, en kennsla í einkatímum fer einnig fram í öllum grunnskólum í Árbæ og Breiðholti.
- Stjórnandi er Anna Sigurbjörnsdóttir
Skóladagatal
Hér finnur þú skóladagatal skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Í skóladagatali er eru skráðir tónleikar, fundir og frídagar ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir nemendur og forsjáraðila.
Starfsfólk
Viltu hafa samband?
Hér getur þú séð meira um hljómsveitastjóra og kennara skólaárið 2023-2024
Kennslufyrirkomulag
Þegar nemandi hefur nám hjá skólahljómsveitinni fær hann 50 mínútna einkakennslu hjá sínum hljóðfærakennara á viku. Kennslan fer oftast fram í grunnskóla barnsin.
Eftir fyrstu tvö árin eykst kennslan í 60 mínútur á viku. Nemandi byrjar í A-sveit en færist upp í B-sveit eftir fyrstu tvö árin.
Meginreglan er að nemendur séu í A-sveit í 3.-5. bekk, B-sveit í 6.-7. bekk og í C-sveit frá 8.-10. bekk.