Klambrar
Leikskóli með ungbarnadeild
Háteigsvegur 33
105 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Klambrar hóf starfssemi í maí 2002 og eru starfsmenn um 20 talsins. Leikskólinn er staðsettur á jarðhæð stúdentagarðanna austan Háteigskirkju og sunnan við Sjómannaskólann. Einu sinni hét Miklatún Klambratún eftir bóndabæ sem eitt sinn stóð þar. Leikskólinn er ekki á sama stað en nógu nálægt til þess að auðvelt sé fyrir börn og starfsfólk að nýta túnið til útiveru. Á Klömbrum eru 75 börn samtímis á fimm deildum. Deildirnar heita Dalur, Teigur, Tún, Holt og Hlíð.
Leikskólastjóri er Magnea G. Hafberg Sverrisdóttir
Leikskólinn Klambrar
Viltu vita meira um Klambra? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Gildi Klambra eru gleði, vinátta og sköpun
Hugmyndafræði Klambra sem unnið er eftir kallast Klambraandinn og skiptist hann í þrjá liði sem eru Öryggi og traust, Starfsgleði og jákvæðni og svo Gagnrýnin og skapandi hugsun. Við bjóðum börnunum upp á leikefni sem gefur þeim tækifæri til þess að njóta meðfæddra hæfileika sinna til þess að skapa leikinn sjálf. Því er lítið um hefðbundin leikföng sem fela í sér fyrirframgefnar lausnir.

Leikskólastarf
Starfsáætlun
Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu
Hvað er framundan á Klömbrum? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Ný skólanámskrá er í vinnslu
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Klambra? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Klambra
Leikskólinn Klambrar tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Að byrja í leikskóla Að byrja í leikskóla markar upphaf skólagöngu barns
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Stefnur Viltu vita meira um stefnur Reykjavíkurborgar?
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans