Jörfi
Leikskóli
Hæðargarður 27a
108 Reykjavík
Um leikskólann
Leikskólinn Jörfi er staðsettur við Hæðargarð í Reykjavík. Hann tók til starfa í ágúst 1997 og er í dag fimm deilda leikskóli. Deildirnar heita Hlíð, Holt, Laut, Lundur og Sel. Í Jörfa dvelja 92 börn samtímis á aldrinum eins til sex ára. Aðbúnaður og staðsetning leikskólans er góð með ýmsum möguleikum til útivistar. Í göngufæri eru Hákonarlundur, Elliðaárdalur, Fossvogsdalur og Laugardalur ásamt mörgum öðrum grænum svæðum og görðum.
Leikskólastjóri er Vessela Dukova.
Hugmyndafræði
Gildi Jörfa eru Gleði, Sköpun og Virðing
Leikskólinn Jörfi er í innleiðingarferli á nýrri skólastefnu í anda Reggio Emilia. Ein af megináherslunum Reggio Emilia hugmyndafræði er á að virða sjónarhorn barna, hvetja þau til sköpunar og efla rannsóknargleði í gegnum leik og samskipti.
Umhverfið leikur mikilvægt hlutverk í námi barnanna. Það ýtir undir rannsóknarvinnu og sköpun barna. Þessi hugmyndafræði dregur fram að vel skipulagt umhverfi getur stutt við nám með því að vera hvetjandi og opið fyrir ýmsum aðferðum.
Áhersla er lögð á skapandi starf í öllum listgreinum og rannsóknum, á jákvæða sjálfsmynd, sjálfstæði og frumkvæði í uppeldinu. Áhugi, sköpun og skoðanir eru virtar í samspili barna við fullorðna og umhverfi sitt.
Leikskólastarf
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf í Jörfa? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Jörfa? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Leikskóladagatal
Hvenær eru starfsdagar á leikskólanum Jörfa? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.
Aðlögun í Jörfa
Að byrja í leikskóla markar upphaf skólagöngunnar og er því stór stund í lífi bæði barns og foreldra. Hér færðu upplýsingar um aðlögun í leikskóla.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Miðstöð Jörfa
Leikskólinn Jörfi tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.
Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Tengiliðir Jörfa eru: Svanbjörg Helga Björnsdóttir og Hulda Guðrún Kristjánsdóttir
Myndir frá Jörfa
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í borginni
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Leikskólar Viltu vita meira um leikskólastarfið í borginni?
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Farsældarþjónusta Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna