Fjölsóttur fundur í Grafarvogi

Hópur af fólki inni í fundarsal.

Vel var mætt á kynningarfund um íbúðauppbyggingu í Grafarvogi sem fram fór í Borgum í gærkvöldi. Kynnt voru drög að tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi eru skoðaðir. Einnig voru kynnt drög að tillögum á einstökum uppbyggingarlóðum.

Skýringarmynd af ferli aðalskipulagsbreytingar.

Tillagan hefur tekið breytingum frá síðustu kynningu en búið er að fækka íbúðum úr 476 í 340. Eftir er að þróa tillögur áfram á deilisskipulagsstig. 

Eftir kynningar var boðið uppá að fræðast nánar um einstök svæði við nokkra skjái í salnum þar sem meðal annars var hægt að ræða við arkitekta um tillögurnar og nýtti hluti fundargesta sér það.

 

Tillagan að aðalskipulagsbreytingunni er inni á skipulagsgatt.is og er fólk hvatt til að kynna sér málið betur og koma með ábendingar. Hægt verður að setja inn athugasemdir til og með 10. apríl.