Hulduheimar

Leikskóli með ungbarnadeild

Vættaborgir 11
112 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Hulduheima er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Hulduheimar er byggður á verðlaunatillögu í samkeppni sem efnt var til af Reykjavíkurborg árið 1995 en leikskólinn var formlega opnaður í nóvember 1997. Starfsfólk er 25 talsins og geta um 77 börn  dvalið þar samtímis á fjórum deildum. Deildirnar heita Sólskinsbær (3-4 ára), Álfhóll (ungbarnadeild), Sjónarhóll (5-6 ára) og Kardemommubær (4 ára).

Leikskólastjóri er Inga Birna Sigurðardóttir.

Leikskólinn Hulduheimar

Viltu vita meira um Hulduheima? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

 

Hugmyndafræði

Gildi Hulduheima eru virðing, gleði og vinátta

 

Í Hulduheimum er unnið í anda Reggio Emilia en hugsuðurinn að baki hennar er sálfræðingurinn og kennarinn Loris Malaguzzi. Hann lagði ríka áherslu á að leikskólinn ætti að vera lifandi, í stöðugri þróun og staður þar sem hlúð væri að sköpunargáfu barnsins. Það sem heillaði við val á hugmyndafræði og að vilja vinna í anda Reggio er virðingin við barnið, lýðræðishugsun, sköpunarmáttur, hvað barnið er megnugt og skapandi í þekkingarleit sinni. Einnig er unnið eftir hugmyndafræði John Dewey um reynslu, áhuga og virkni sem og hugmyndafræði Diane Gossen um uppeldi til ábyrgðar og uppbyggingu sjálfsaga. 

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Hulduheimum? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hulduheima? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

 

Miðstöð Hulduheima

Leikskólinn Hulduheimar tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Hulduheima er: Bryndís Kristín Kristinsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​