Viðbygging við leikskólann í Hulduheimum, Vættarborgir 11
Verkið felst í að steypa upp, einangra og klæða að utan viðbyggingu við leikskólann Hulduheima.
Verkið felst í jarðvinnu, lagningu botnlagna, uppsteypu, gluggaísetningu og fullnaðarfrágangi að utan sem innan nýrrar leikskólabyggingar sem byggð verður við núverandi leikskólabyggingu Hulduheima. Öll tækni – og lagnakerfi hússins s.s. loftræsikerfi, vatns- , og raflagnir í 265 m2 húsnæði. Einnig eru lóðarframkvæmdir hluti af verkinu.
Full starfsemi verður í núverandi leikskóla á meðan á framkvæmdum stendur. Við hönnun byggingarinnar hefur verið lögð áhersla á að láta nýja viðbyggingu falla vel að núverandi byggingu þannig að þær myndi eina samfellda heiid. Í nýrri viðbyggingu er gert ráð fyrir 33 börnum.
Hvað verður gert?
2025 - 4. nóvember
Framkvæmdir eru á áætlun
Gluggaísetningu er lokið
Stefnt er að að setja klæðningu á húsið á næstu viku.
Búið er að setja gólfhita -
2025 - 24. september
Framkvæmdir ganga vel og eru á áætlun.
Verið er ljúka við frágangi á gluggasetningum.
Þétta meðfram gluggum. Ljúka við einangrun að utan.
Stefnt er að því að ljúka við að loka húsinu koma hita á á næstu vikum.
Setja gólfhita
2025 - 23 júlí
Verið er að vinna að því að steypa útveggi byggingarinnar
Veitur hafa verið í framkvæmdum á aðveitulögnum
Verkið er á áætlun
2025 - 2. júlí
Lokið er að steypa botnplötu
Verið er að vinna við uppsteypu á útveggjum
Frágangur drenlagna er í gangi
Framundan er vinna hjá Veitum við tengingar
Verkið er á áætlun
2025 - 19. júní
Byjað er að fylla inn í sökkla og meðfram húsi.
Verið er að útfæra stoðvegg.
Verkið er á áætlun.
2025 - 1. vika í júní
Búið er að steypa hluta af sökkulveggjum. Áframhaldandi vinna við steypu næstu viku.
Unnið er að uppslætti og járnabindingu.
2025 - maí
Uppsetning vinnubúða.
Jarðvinna að húsi og lóð.
Gröftur fyrir frárennslislögnum.
Fylling í lóð og að undirstöðum.
2025 apríl - maí
Samið hefur verið við BÓ Smiði ehf. vegna framkvæmdarinnar. Verktakinn hefur gengið frá afmörkun vinnusvæðins. Búið er að grafa fyrir grunni nýrrar viðbyggingar.
Fyrsti hluti framkvæmdarinnar fól í sér breytingu á lögnum sem liggja að núverandi byggingu.
Sú framkvæmd var unnin í samvinnu við Veitur.
Hvernig gengur?
Framkvæmdir í júlí 2025
Verið er að vinna að því að steypa útveggi byggingarinnar
Veitur eru að vinna að tilfærslu aðveitulagna
Viðbygging við leikskólann í Hulduheimum
Framkvæmdir fyrir viðbyggingu við Hulduheima er í útboðsferli.
Alls bárust sjö tilboð í framkvæmdir vegna viðbyggingar við Hulduheima. Verið er að yfirfara tilboðin.
Framkvæmdir
Framkvæmdir vegna viðbyggingar við Hulduheima hefjast í lok apríl.
En þá er gert ráð fyrir að farið verði að undirbúa afmarka vinnusvæði verktakans.
Framvinda
Júní 2025 -
Verkið er áætlun.
Framkvæmdir í júlí 2025
Verið er að vinna að því að steypa útveggi byggingarinnar
Veitur eru að vinna að tilfærslu aðveitulagna
Hver koma að verkinu?
USK umhverfis - og skipulagssvið
Verkefnastjóri - nýbyggingar