Hálsaskógur

Leikskóli 

Hálsasel 27-29
109 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Hálsaskógar er frá 07:30 til 16:30

Leikskólinn Hálsaskógur tók til starfa í júlí 2011 er leikskólarnir Hálsaborg og Hálsakot sameinuðust. Leikskólinn er með tvær starfsstöðvar og þar starfa um 40 manns. Í Borg eru börn á aldrinum 1-3 ára á þremur deildum, Furulundi, Lerkilundi og Reynilundi. Í Koti eru börn á aldrinum 3-6 ára á þremur deildum, Birkilundi, Grenilundi og Víðilundi.

Leikskólastjóri er Ásgerður Guðnadóttir

 

Framkvæmdir

Framkvæmdir standa yfir á leikskólanum Hálsaskógi og er því hluti skólans staðsettur tímabundið í Ævintýraborg Vogabyggð. Áætlað að framkvæmdum ljúki maí/júní.

Um leikskólann

Viltu vita meira um Hálsaskóg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Hálsaskógar eru leikur, virðing og vinátta

 

Hálsaskógur notast við 'Uppeldi til ábyrgðar' og jákvæða sálfræði sem byggist á að styrkja sjálfsmynd, efla seiglu og hafa þannig betra þol fyrir mótlæti. Í Hálsaskógi er einnig rík hefð fyrir umhverfismennt, jafnt utandyra sem innan. Útinám er stór þáttur í starfinu og hefur leikskólinn grenndarsvæði til umráða í næsta nágrenni sínu. Hálsaskógur hefur nú fengið sinn áttunda Grænfána en Grænfánastarfið hefur verið viðvarandi síðan 2004.

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Hálsaskógi? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Skólanámskrá Hálsaskógar er í vinnslu

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf í Hálsaskógi? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Hálsaskógar

Leikskólinn Hálsaskógur tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Myndir frá Hálsaskógi