English translation
Hi! The English site is only a beta for now and still has many errors (especially in names and locations).
We are working hard to fix them and making more content available than ever before so expect constant updates.
After-school program
Breiðagerðisskóli by Breiðagerði
108 Reykjavík
Sólbúar er frístundaheimili fyrir 1. og 2. bekk í Breiðagerðisskóla en Marsbúar taka svo við þegar upp í 3. og 4. bekk er komið. Frístundaheimilið er rekið af frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Í Sólbúum leggjum við áherslu á fjölbreytt val, góð samskipti við foreldra og skóla og að allir hafi gaman í frístund. Við í Sólbúum erum mjög stolt af boltalandinu okkar og í Marsbúum erum við oft með lengri verkefni svo sem að byggja stórar Lego-styttur saman. Í Sólbúum hefur eins lengi og elstu menn muna ríkt með eindæmum góður starfsandi sem skilar sér í minni starfsmannaveltu en víða og smitar hún frá sér til barnanna. Þá vinna Sólbúar að verkefnunum Frístundalæsi, Réttindafrístund og Grænum skrefum.
Forstöðumaður er Árni Magnússon
Aðstoðarforstöðumaður er Sandra Ýr Geirmundardóttir
Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í hjá Sólbúum frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Sólbúar er lokað í vetrarleyfi skólans.