Bústaðir

Félagsmiðstöð fyrir 10–16 ára

Tunguvegur 25
108 Reykjavík

""

Um Bústaði

Félagsmiðstöðin Bústaðir er ein af sjö félagsmiðstöðvum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi sem starfrækt er af Kringlumýri, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk í Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla.

Boðið er upp á opið starf og ýmiskonar klúbbar eru starfandi eftir áhugasviði og þörfum hvers og eins. Þá eru margvíslegar uppákomur í boði og verkefni sem eru unnin í samstarfi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni sem heyra undir lífsleikni eins og fræðslu um fordóma, forvarnir gegn vímuefnum, stuðning við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira. Við leggum einnig mikið upp úr því að félagsmiðstöðin sé sýnileg og opin þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina. Dæmi um vel heppnað klúbba- og/eða þróunarstarf eru matarklúbburinn, kynfræðsluverkefni í Réttarholtsskóla og verkefnið betri Bústaðir.

Forstöðumaður er Þorvaldur Júlíusson, s. 664-7642. 

Aðstoðarforstöðumenn eru Þór Fjalar Ingason og Petra Baldursdóttir  

Opnunartímar

10 - 12 ára

 

5. bekkur:

  • Mánudaga: 14:30-16:30
  • Miðvikudaga: 14:30-16:00 

6. bekkur:

  • Mánudaga og miðvikudaga: 16:00-17:30 

7. bekkur:

  • Miðvikudaga: 17:30-19:00
  • Föstudaga: 17:00-18:30

 

13 - 16 ára 

  • Mánudaga og miðvikudaga: 19:30-21:45
  • Þriðjudaga og fimmtudaga: 14:00-16:30
  • Föstudaga: 19:30-22:00

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í félagsmiðstöðinni Bústöðum má finna á heimasíðum Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla.

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​