Réttarholtsskóli

Grunnskóli, 8.-10. bekkur

Réttarholtsvegur 21–25
108 Reykjavík

""

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Skóladagatal Réttarholtsskóla

Hér finnur þú skóladagatal Réttarholtsskóla. Í skóladagatali eru skipulagsdagar skráðir ásamt öðrum mikilvægum upplýsingum fyrir foreldra og forráðamenn.

Teikning af litríkum skólatöskum.

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Um Réttarholtsskóla

Réttarholtsskóli er safnskóli á unglingastigi með um 440 nemendur í 8.-10. bekk sem flestir koma úr BreiðagerðisskólaFossvogsskóla og Hvassaleitisskóla. Í skólanum leggjum við sérstaka áherslu á góð tengsl milli nemenda, foreldra og starfsfólks. Skólinn hefur alla tíð lagt áherslu á að nemendur finni að starfsfólk ber umhyggju fyrir þeim og virðir þá sem einstaklinga en jafnframt því væntum við mikils af nemendum hvað varðar námsástundun og framkomu. Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni, vellíðan en með því undirstrikar skólinn þá trú að vellíðan er undirstaða árangurs og að allir í skólasamfélaginu sýni og mæti virðingu í öllum samskiptum. Félagsmiðstöðin Bústaðir býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir nemendur skólans. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliðir Réttarholtsskóla eru: Hildur Ýr Hjálmarsdóttir og Halldóra Rut Daníelsdóttir

 

Stjórnendateymi Réttarholtsskóla

Skólastjóri er Margrét Sigfúsdóttir 

Stjórnendateymi skólaárið 2023-2024

Skólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Réttarholtsskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars stefnu skólans fyrir síðasta ár, skipulag kennslu og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.

 

Öflugt foreldrafélag er starfandi við Réttarholtsskóla og fundar stjórn félagsins mánaðarlega með stjórnendum skólans og félagsmiðstöðvarinnar Bústaða. 

Stjórn foreldrafélags Réttarholtsskóla

  • Sigrún Lilja Sigmarsdóttir formaður
  • Íris Davíðsdóttir varaformaður
  • Aðalbjörg Birna Jónsdóttir ritari
  •  Inga Kristjönudóttir gjaldkeri

Skólaráð

Við Réttarholtsskóla er starfandi skólaráð eins og lög gera ráð fyrir. Í skólaráði sitja skólastjórnendur, tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar nemenda, tveir fulltrúar kennarahópsins og einn fulltrúi almennra starfsmanna. Auk þeirra situr einn fulltrúi grenndarsamfélagsins í skólaráði.

 

Skólahverfi Réttarholtsskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Réttarholtsskóla.

Teikning af tveim húsum.