Bakkasel
Frístundaheimili
Breiðholtsskóli við Arnarbakka 1-3
109 Reykjavík
Um Bakkasel
Bakkasel er frístundaheimili fyrir börn úr 1.-4. bekk í Breiðholtsskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Frístundaheimilið er starfrækt í fjórum færanlegum kennslustofum á lóð Breiðholtsskóla. Fyrsti og annar bekkur eru í þremur samliggjandi skúrum, en þriðji og fjórði bekkur er í skúrum við hlið sundlaugar Breiðholtsskóla.
- Forstöðumaður er Tryggvi Dór Gíslason, sími: 695 5039
- Aðstoðarforstöðumaður er Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir, sími: 664 8357
Lengd viðvera
Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í Bakkaseli frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Bakkasel er lokað í vetrarleyfi skólans.
Viltu vita meira?
Viltu vita meira um Bakkasel? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi frístundaheimilisins.
Dagleg starfsemi
Klúbba- og smiðjustarf er í boði eftir útiveru, eða á milli klukkan 15 og 16 – 16.30. Þá er einnig í boði að fara í val. Meðal þess sem hefur verið í boði má nefna tískuklúbb, prjónaklúbb, útivistarklúbb, vísindaklúbb, bakstursklúbb, spilaklúbb, hárgreiðsluklúbb, legóklúbb, margvíslegar listasmiðjur og föndur og margt fleira. Auk þess eru starfræktir sérstakir klúbbar í tengslum við hæfileikakeppni, leiklistar- og kvikmyndahátíðir frístundaheimilanna.
Hagnýtar upplýsingar
Frístundadagatal
Í frístundadagatali Bakkasels má finna hvenær eru heilir dagar, hvenær er lokað og ýmislegt fleira sem mikilvægt er að kynna sér.
Gjaldskrá
Hér getur þú nálgast gjaldskrá fyrir vetrar- og sumarstarf frístundaheimila ásamt upplýsingum um systkina afslátt og ýmislegt fleira.
Myndir frá Bakkaseli
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í frístundaheimilinu Bakkaseli má finna á heimasíðu Breiðholtsskóla