Álfheimar
Frístundaheimili
Hólabrekkuskóli við Suðurhóla 10
111 Reykjavík
Um Álfheima
Álfheimar er frístundaheimili fyrir börn úr 1.-2. bekk í Hólabrekkuskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Frístundaheimilið er starfrækt innan veggja skólans og hefur aðgang að matsal og öðrum rýmum skólans. Í Álfheimum eru að meðaltali 95 börn á hverjum degi.
Forstöðumaður er Berglind Ósk Guðmundsdóttir, - í leyfi
Starfandi forstöðumaður er Jenna Katrín Kristjándóttir s. 691-4695
Aðstoðarforstöðumaður er Olga Dröfn Ingólfsdóttir, s: 665-4820
Lengd viðvera
Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í Álfheimum frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Álfheimar eru lokaðir í vetrarleyfi skólans.
Álfheimar
Viltu vita meira um Álfheima? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi frístundaheimilisins.
Dagleg starfsemi
Álfheimar er staður þar sem við viljum fyrst og fremst að börnunum líði vel, finni fyrir öryggi og unnið sé faglegt starf. Í Álfheimum vinnur starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn sem skilar sér í metnaðarfullu og fjölbreyttu starfi. Við leggjum áherslu að efla sjálfsmynd barna og unnið er markvisst með virðingu í samskiptum. Álfheimar leggja mikinn metnað í skipulagt klúbbastarf og ávallt stendur til boða frjáls leikur þar sem börnin efla bæði áhugasvið sitt og félagsfærni.
Hagnýtar upplýsingar
Aðgerðaráætlun
Viltu vita meira um áherslur starfsins í Álfhemum?
- Hér birtist aðgerðaráætlunin innan skamms
Gjaldskrá
Hér getur þú nálgast gjaldskrá fyrir vetrar- og sumarstarf frístundaheimila ásamt upplýsingum um systkina afslátt og ýmislegt fleira.
Myndir frá Álfheimum
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.
Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Upplýsingar um tengiliði farsældar fyrir börn í frístundaheimilinu Álfheimum má finna á heimasíðu Hólabrekkuskóla