Álfheimar
Frístundaheimili
Hólabrekkuskóli við Suðurhóla 10
111 Reykjavík

Um Álfheima
Álfheimar er frístundaheimili fyrir börn úr 1.-2. bekk í Hólabrekkuskóla og er rekið af frístundamiðstöðinni Miðbergi. Frístundaheimilið er starfrækt innan veggja skólans og hefur aðgang að matsal og öðrum rýmum skólans. Í Álfheimum eru að meðaltali 95 börn á hverjum degi.
Forstöðumaður er Berglind Ósk Guðmundsdóttir.
Aðstoðaforstöðumaður er Olga Dröfn Ingólfsdóttir
Langir dagar
Á starfsdögum skóla, foreldraviðtalsdögum og í jóla- og páskaleyfi er opið allan daginn í Álfheimum frá klukkan 08:00 til 17:00 að undangenginni skráningu. Greitt er sérstaklega fyrir lengda viðveru á þessum dögum. Álfheimar eru lokaðir í vetrarleyfi skólans.

Síðdegishressing
Boðið er upp á síðdegishressingu frá því að börnin mæta og til kl. ca. 14.30. Áhersla er lögð á það við börnin að þau beri sjálf ábyrgð á að borða, en þó er oft nauðsynlegt að minna þau á að fara í matsalinn. Daglega bjóðum við upp á ávexti og grænmeti frá 15.30 til 16.00. Stuðst er við markmið Lýðheilsustöðvar um hollustu á frístundaheimilum við gerð matseðils. Í Álfheimum er vatnsvél og einnig geta börnin fengið sér léttmjólk með síðdeigishressinguni.
Dæmi um matseðil:
mánudagur: AB-léttmjólk með ávöxtum og hnetlausu musli, þriðjudagur: trefjaríkt brauð og álegg (egg, kotasæla, grænmeti og kjúklingaálegg), miðvikudagur: grófar pítur með grænmeti og kjúklingaskinku, fimmtudagur: ávaxta- og grænmetishlaðborð, föstudagur: hreint skyr og frosnir ávextir.
Starfsemi
Handbók
Viltu vita meira um starfsemina á frístundaheimilinu Álfhemum?
Aðgerðaráætlun
Viltu vita meira um áherslur starfsins í Álfhemum?
- Sjá aðgerðaráætlun 2022-2023
Gjaldskrá
Hér getur þú nálgast gjaldskrá fyrir vetrar- og sumarstarf frístundaheimila ásamt upplýsingum um systkina afslátt og ýmislegt fleira.
Hvað viltu skoða næst?
- Frístundaheimili Frístundastarf fyrir 6-9 ára börn
- Öll frístundaheimili Sjáðu hvaða frístundaheimili er í þínu hverfi
- Foreldrasamstarf í skóla- og frístundastarfi Þátttaka foreldra skiptir miklu máli í skóla- og frístundastarfi
- Frístundakortið Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6–18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík
- Fjölmenning í skóla- og frístundastarfi Öll börn eiga að fá jöfn tækifæri til að vera stolt af bakgrunni sínum og menningu
- Frístundastarf fatlaðs fólks Fjölbreytt frístundastarf er rekið á vegum borgarinnar fyrir fötluð börn og unglinga
- Sumarnámskeið Sumarið er tíminn