1. Ábyrg fjármálastjórnun

Vaxandi borg

Markmið Græna plansins í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum.

Markmið Reykjavíkurborgar í fjármálum til 2030 er ábyrg fjármálastjórnun sem byggir á grunngildum fjármálastefnu Reykjavíkurborgar um sjálfbærni, varfærni, stöðugleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi. 

  • Fjármálastjórn er öguð og með áherslu á ábyrga ráðstöfun fjármuna og aðhaldi í rekstri 
  • Þjónusta borgarinnar við íbúa er tryggð 
  • Stöðugleiki er tryggður með því að haga útgjöldum til rekstrar og fjárfestinga til langs tíma í takt við þróun tekjustofna 
  • Tekjustofnar borgarinnar hafa verið styrktir og viðspyrna mynduð í hagkerfinu