Austurbæjarskóli

Grunnskóli, 1.-10. bekkur

Barónsstígur 32
101 Reykjavík

""

Er barnið þitt að byrja í grunnskóla?

Á þessari síðu færðu gagnlegar upplýsingar um skólabyrjun. Eins og til dæmis hvað börnin þurfa að taka með sér í skólann og hvort börnin fái mat á skólatíma.

Matur í grunnskólum

Flestir grunnskólanemendur eru í mataráskrift. Skólamatur kostar það sama í öllum skólum. Ekki þarf að greiða mataráskrift fyrir fleiri en tvö börn frá sama heimili.

Um Austurbæjarskóla

Austurbæjarskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10 bekk og stendur hann við Barónsstíg í Reykjavík. Nemendur eru u.þ.b. 420 og eru að jafnaði tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi. Í skólanum er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þroska hvers nemanda. Einkunnarorð skólans eru: vöxtur, vilji, víðsýni og vellíðan.

Frístundaheimilið Draumaland er fyrir börn í 1.-4. bekk í Austurbæjarskóla og félagsmiðstöðin 100og1 býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Skólastjóri er Kristín Jóhannesdóttir

Aðstoðarskólastjóri er Sigríður Valdimarsdóttir

    Skólahverfi Austurbæjarskóla

    Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Austurbæjarskóla.

    Foreldrasamstarf

    Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar.