Vinagerði
Leikskóli
Langagerði 1
108 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Vinagerði tók til starfa september 2006. Hann er staðsettur í gamalgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavik þar sem næsta umhverfi býður uppá fallegar og barnvænar gönguleiðir og leiksvæði. Í Vinagerði eru 60 börn á þremur deildum. Húsið er tveggja hæða og eru yngri deildirnar, Tröllagerði og Álfagerði á neðri hæðinni. Elsta deildin, Drekagerði er á efri hæð. Starfsmenn Vinagerðis eru 20.
Leikskólastjóri er Harpa Ingvadóttir
Leikskólinn Vinagerði
Viltu vita meira um Vinagerði? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Gildi Vinagerðis eru gleði, hvatning og nærgætni
Vinagerði starfar í anda uppeldisstefnunnar Reggio Emilia en þar er litið svo á börn að sé hæf, megnug og skapandi en líka viðkvæm. Áhersla er lögð á skapandi starf, frjálsan leik og að umhverfi barnanna veki forvitni og vellíðan.
Markvisst er einnig unnið með umhverfismennt og að börn verði læs á umhverfi sitt. Í Vinagerði er að hefjast þriggja ára þróunarverkefni með innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.

Leikskólastarf
Starfsáætlun
Hvað er framundan í Vinagerði? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Leikskóladagatal
Hvenær eru starfsdagar á Vinagerði? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Vinagerðis
Leikskólinn Vinagerði tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Leikskólastarf
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað yfirlit yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans