Félagsstarf fullorðinna hjá velferðarsviði | Reykjavíkurborg

Félagsstarf fullorðinna hjá velferðarsviði

Starfræktar eru 17 félagsmiðstöðvar víðsvegar um borgina sem eru opnar Reykvíkingum á öllum aldri. Markmið  félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Hádegisverður er í boði á öllum þessum stöðvum og kaffiveitingar. Framboð getur verið breytilegt milli stöðva og fólk getur farið á milli eftir áhuga og dagskrá hverju sinni.

 

Hver stöð býður upp á sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og klúbbastarf ýmis konar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir árlegir viðburðir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður og þorrablót. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess. 

Um er að ræða þjónustu sem er opin öllum Reykvíkingum án sérstakra skilyrða.

Auk þessa er félagsstarf fyrir fatlaða rekið í Hinu húsinu. Annars vegar er það fyrir fólk á aldrinum 16 - 25 og hins vegar fyrir 16 - 40 ára. Starfið er á miðvikudags- og föstudagskvöldum. Félagsstarfið er skipulagt af þátttakendum í samstarfi við starfsfólk.

Listi yfir starfsstaði.

Afgreiðslutími félagsmiðstöðvanna er alla virka daga frá kl. 8:30 - 16:30. Athugið að hjá sumum er hann kl. 8:00 - 16:00 á sumrin. 

Ferill umsóknar/þjónustu

Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfi, aðeins að mæta á staðinn. Allir eru velkomnir.

Ef fyrirhuguð er þátttaka í ákveðnum námskeiðum eða ferðum þarf að skrá hana.

Deildarstjórar í félagsstarfi eða forstöðumenn á eftirfarandi stöðum eru tengiliðir vegna félagsstarfs.

Að öllu jöfnu er opið alla virka daga frá kl. 8:00/8:30 til 16:00/16:30.

Auk ofantaldra eru á Korpúlfsstöðum í Grafarvogi tréútskurður á vegum Korpúlfa, sem eru með starfsemi í Borgum, Spönginni 43. Sími Korpúlfa er 517 3040.

Hvað kostar þjónustan?

Kostnaður er breytilegur en þó alltaf eins lítill og kostur er.  Ekkert kostar að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvanna en starfið getur verið mjög breytilegt milli stöðva.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að koma fyrirspurnum og almennum kvörtunum/ábendingum á framfæri símleiðis eða í móttöku á öllum þjónustumiðstöðvum.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

17 + 0 =