Langahlíð 3

Félagsstarf

Langahlíð 3
105 Reykjavík

""

Opnunartími

Félagsstarfið í Lönguhlíð 3 er opið alla virka daga kl. 9:00–16:00

  • Hádegismatur kl. 11:30–12:30 alla virka daga (matarpöntun þarf að berast fyrir kl. 13 daginn áður í síma 411 2556)
  • Síðdegissölukaffi kl. 14:30 alla virka daga

Strætó

Strætisvagnar sem stoppa nálægt eru leiðir 11 og 13.

Um félagsstarfið

Starfsemin við Lönguhlíð 3 samanstendur af rekstri félagsmiðstöðvar og þjónustuíbúða. Markmið félagsstarfsins er að efla frumkvæði og skapa vettvang fyrir hvern og einn til að miðla af eigin reynslu og þekkingu. Áhersla er lögð á hvetjandi og aðlaðandi umhverfi þar sem fólk getur tekið þátt og liðið vel.

Starfræktar eru 17 félagsmiðstöðvar víðsvegar um borgina sem eru opnar Reykvíkingum á öllum aldri. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Hádegisverður er í boði á öllum þessum stöðvum og kaffiveitingar. Að auki bjóða flestar félagsmiðstöðvar upp á baðþjónustu. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur eru einnig starfræktar á mörgum stöðvunum.

Hver stöð býður upp á sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og klúbbastarf ýmiskonar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir viðburðir árlegir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður og þorrablót. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess.

Um er að ræða þjónustu sem er opin öllum Reykvíkingum án sérstakra skilyrða. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfi, aðeins að mæta á staðinn. Ef fyrirhuguð er þátttaka í ákveðnum námskeiðum eða ferðum þarf að skrá hana.