Gerðuberg
Félagsstarf
Gerðuberg 3–5
111 Reykjavík
Opnunartími
Frístunda- og félagsstarfið í Gerðubergi er opið alla virka daga kl. 8:30–16:00 nema föstudaga, en þá er opið til kl. 15:30.
Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfinu, aðeins að mæta á staðinn.
Dagskrá
Meðal þess sem er í boði er morgunsamvera og kaffispjall, myndlist, bútasaumur, prjónakaffi, bókband, dans, núvitund, leikfimi og útivera ásamt tilfallandi námskeiðum og viðburðum (svo sem bingó, vöfflukaffi, tónlistarflutningur og ferðalög). Sundleikfimi fer fram í Breiðholtslaug, þar er einnig púttvöllur.
Á ákveðnum tímum er frjáls aðgangur að opnum rýmum til spilamennsku og hittings. Húsnæðið er einnig lánað undir ýmiskonar námskeið, hópa- og klúbbastarf eftir samkomulagi. Þátttakendur í félagsstarfi hafa aðgang að tölvu og nýjustu dagblöðin liggja jafnan frammi.
Strætó
Strætisvagnar sem stoppa nálægt eru leiðir 3, 4, 12 og 17.
Um félagsstarfið
Markmið félagsstarfs á vegum borgarinnar er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun, því er boðið upp á opið og sjálfbært tómstundastarf. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að hvetja til frumkvæðis hvers og eins og að sem flestir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Öll eru velkomin óháð aldri.
Umsjón með félagsstarfi hefur Mariska Kappert.