Félagsstarf fyrir fullorðið fólk

Virk þátttaka í félagsstarfi lífgar upp á daginn og getur stuðlað að betri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Í Reykjavík er fjöldi félagsmiðstöðva sem bjóða upp á fjölbreytt, fjörugt og gefandi starf fyrir fullorðið fólk.  

Hvernig tek ég þátt?

Félagsmiðstöðvarnar eru opnar fyrir alla borgarbúa. Þú getur mætt á hvaða félagsmiðstöð sem er allt eftir því hverju þú hefur áhuga á og hvað hentar þér best. Í sumum tilfellum þarf að skrá sig á viðburði, smiðjur, námskeið eða hópa fyrirfram. Það er auglýst sérstaklega á hverri félagsmiðstöð fyrir sig.

Hvað er á dagskránni?

Dagskrá félagsmiðstöðvanna er fjölbreytt og flest fólk ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vinnustofur, listasmiðjur, klúbbastarf, spilamennska, skoðunarferðir, jóga, dans og leikfimi eru örfá dæmi um það sem er í boði í hverri viku.

Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirkomulag starfsins má nálgast hjá hverri félagsmiðstöð fyrir sig.

Hvað kostar að taka þátt?

Það er ókeypis að mæta í félagsmiðstöðvar. Einhver kostnaður getur verið vegna þátttöku í vinnustofum, smiðjum og námskeiðum. Honum er þó alltaf haldið í lágmarki.

 

 

Hádegisverður í félagsmiðstöðvum

Það er gefandi að setjast niður í hádeginu í notalegu umhverfi og fá sér góða og næringarríka máltíð. Á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs er hægt að kaupa heitan hádegisverð alla virka daga. 

Teikning af kjötsúpu.