Sléttan
Félagsstarf
Sléttuvegur 25–27
103 Reykjavík
Opnunartími
Félagsstarfið í Sléttunni er opið alla virka daga kl. 9:00–17:00
- Hádegismatur kl. 11:50–13:00 alla virka daga (matarpöntun þarf að berast fyrir kl. 13 daginn áður)
- Kaffihús opið kl. 13:00–17:00 alla daga
Þjónusta
- Fótaaðgerðastofa, Ásta - símar 585 3218 og 699 1826
- Hársnyrtistofa Tunglið - símar 5853219 og 848 8920
Strætó
Strætisvagnar sem stoppa nálægt eru leiðir 13, 14 og 18.
Um félagsstarfið
Sléttan er heiti lífsgæðakjarna við Sléttuveg 25-27. Þar er félagsmiðstöð rekin í samvinnu Reykjavíkurborgar og Hrafnistu, en auk þess er þar að finna hjúkrunarheimili Hrafnistu, leiguíbúðir Naustavarar og dagdvölina Röst. Allar nánari upplýsingar má finna á vef Sléttunnar.
Félags- og tómstundastarfið í Sléttunni er opið öllu fólki óháð aldri. Boðið er upp fjölbreytta dagskrá með fræðslu, skemmtunum og uppákomum af ýmsu tagi. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku, aðeins mæta á staðinn. Ef fyrirhuguð er þátttaka í námskeiðum með fjöldatakmörkunum þá þarf að skrá þátttöku fyrirfram.
Í Sléttunni er lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf sem hver og einn getur haft áhrif á og mótað. Starfsfólk tekur öllum hugmyndum fagnandi - ekki hika við að hafa samband viljir þú hafa frumkvæði að félags- eða tómstundastarfi á Sléttunni. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun. Það er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.