Norðurbrún 1
Félagsstarf
Norðurbrún 1
104 Reykjavík
Um Norðurbrún 1
Að Norðurbrún 1 eru samtals 59 þjónustuíbúðir – 51 einstaklingsíbúð og 8 hjónaíbúðir. Þjónustuíbúðirnar eru ætlaðar þeim sem þurfa aðstoð og stuðning til að geta búið á eigin heimili og tekið virkan þátt í samfélaginu.
Á staðnum er vakt allan sólarhringinn og í húsinu er öryggiskerfi sem tryggir öryggi íbúanna.
Félagsmiðstöðin Norðurbrún 1
Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga kl. 9:00–16:00 og er opin öllum aldurshópum.
Hægt er að kíkja í heimsókn, taka þátt í dagskrá eða fá kynningu á félagsstarfinu – gott er að bóka kynningu fyrirfram.
Félagsstarfið leggur áherslu á félagsskap, virkni, sköpun og vellíðan, og gerir hverjum og einum kleift að finna verkefni við sitt hæfi. Markmiðið er að skapa notalegt og líflegt samfélag þar sem allir geta fundið sér hlutverk og notið samveru.
Vikuleg dagskrá er birt á Facebooksíðu félagsmiðstöðvarinnar
Hádegismatur og kaffiveitingar
- Hádegismatur: kl. 11:30–12:30
- Síðdegiskaffi: kl. 15:00–15:30
Allir geta keypt bæði hádegismat og síðdegiskaffi.
Hádegismat þarf að panta fyrir kl. 12:00 daginn áður.
Símanúmer
- Skrifstofa sími: 411 2762
- Félagsstarf sími: 411 2763
- Panta hádegismat í síma: 411 2777
- Fótaaðgerðastofa Betu, tímabókun í sími: 568 7177
Dagskrá og afþreying
Handavinna
- Alla mánudaga og miðvikudaga kl. 13:00–14:00, fyrir byrjendur og lengra komna
- Leiðbeinandi: Anna Jóhannesdóttir
Hreyfing og leikir
- Morgunleikfimi alla virka daga, með áherslu á styrk, jafnvægi og samhæfingu
- Boccia: þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:30–14:30
- Pokakast: miðvikudaga kl. 12:30–13:30
- Bingó: annan hvern fimmtudag kl. 15:30
List og skapandi starf
Listir og handverk eru stór hluti af starfinu.
- Listasmiðja og smíðaverkstæði opin kl. 8:00–16:00
- Regluleg leirnámskeið fyrir alla, bæði byrjendur og vana
- Á haustin er haldin handverkssýning þar sem 20–30 manns sýna og selja verk sín
Viðburðir og hátíðir
Í félagsmiðstöðinni er líflegt mannlíf allt árið. Við bjóðum reglulega upp á:
- Lifandi tónlist
- Spurningakeppnir
- Skemmtidagskrá af ýmsu tagi
- Sérstaka viðburði á helstu hátíðisdögum
Samgöngur
Strætóleiðir 12 og 14 stoppa nálægt Norðurbrún 1.
Um félagsstarf Reykjavíkurborgar
Starfræktar eru 17 félagsmiðstöðvar víðsvegar um borgina sem eru opnar Reykvíkingum á öllum aldri. Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Hádegisverður er í boði á öllum þessum stöðvum og kaffiveitingar. Að auki bjóða flestar félagsmiðstöðvar upp á baðþjónustu. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur eru einnig starfræktar á mörgum stöðvunum.
Hver stöð býður upp á sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og klúbbastarf ýmiskonar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir viðburðir árlegir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður og þorrablót. Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess.
Um er að ræða þjónustu sem er opin öllum Reykvíkingum án sérstakra skilyrða. Ekki þarf að sækja sérstaklega um þátttöku í félagsstarfi, aðeins að mæta á staðinn. Ef fyrirhuguð er þátttaka í ákveðnum námskeiðum eða ferðum þarf að skrá hana.