Aflagrandi 40

Samfélagshús í hjarta Vesturbæjar fyrir jafnt unga sem aldna.

Opnunartími

Samfélagshúsið við Aflagranda 40 er opið alla virka daga kl. 8:30–15:45

  • Hádegismatur kl. 11:30–12:30 alla daga (matarpöntun þarf að berast fyrir kl. 13 daginn áður)
  • Síðdegiskaffi kl. 14:30–15:20 alla virka daga

Þjónusta

  • Baðþjónusta – sími 411 9450
  • Eldhús – sími 411 2707
  • Fótaaðgerðastofa Gyðu – sími 895 5505
  • Hársnyrtistofa Olgu – sími 893 3780

Dagskrá

Í samfélagshúsinu okkar viljum við hafa viðburði fyrir Vesturbæinga svo sem flóamarkaði, spilakvöld, veislur, sýningar og allt það sem Vesturbæingar kalla eftir. Öflugt starf er í húsinu á opnunartíma frá 9:00-15:45 en einnig er starf í húsinu eftir lokun, og er þá unga fólkið meira með völdin.

Strætó

Strætisvagnar sem stoppa nálægt eru leiðir 1, 3, 6, 11, 12, 13 og 14.

Um samfélagshúsið

Við leitumst við að bjóða upp á fjölbreytt starf og þægilega samveru í hlýju umhverfi. Hér geta allir fundið eitthvað við hæfi og jafnvel farið út fyrir þægindarammann og prófað eitthvað alveg nýtt.

Endilega ef þið hafið hugmyndir af starfi eða viðburði sem ykkur langar að sjá hér í samfélagshúsinu okkar, hafið samband við Helgu Ösp verkefnastjóra eða Sigríði Dögg, umsjónarmann félagsstarfs, á skrifstofunni. Þær eru alltaf meira en til í nýjar hugmyndir og áskoranir.

 

Fela af listanum 'Staðir'
Off