Sunnuás
Leikskóli með ungbarnadeild
Dyngjuvegur 18
104 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Sunnuás var stofnaður í júlí 2011 við sameiningu leikskólanna Ásborgar og Hlíðarenda. Í Sunnuási dvelja 146 börn samtímis á 7 deildum. Deildirnar heita Barnhóll, Álfabrekka, Dyngjan, Langholt, Ás, Langisandur og Hlíðarendi.
Leikskólastjóri er Agnes Ólafsdóttir
Framkvæmdir
Leikskólinn Sunnuás
Viltu vita meira um Sunnuás? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Gildi leikskólans eru virðing, gleði og sköpun
Hugmyndafræði Sunnuáss fjallar um að einstaklingurinn sé virkur allt frá fæðingu og tilbúinn að takast á við lífið. Markmið leikskólans taka mið af kenningum fræðimanna sem sjá þroskamöguleika einstaklingsins stjórnast af því umhverfi sem hann lifir í og leggja áherslu á sterka sjálfsmynd öðru fremur. Leikskólinn vinnur samkvæmt kenningum Beritar Bae um þróun sjálfsins og viðurkennandi samskipti og kenninga Urie Bronfenbrenner um hæfileika einstaklingsins til að aðlaga sig margbreytilegum og ólíkum kröfum. Þessar kenningar eru leið leikskólans til að gera Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sýnilegan.

Leikskólastarf
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Sunnuás? Í starfsáætlun Sunnuáss finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Sunnuáss? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Leikskóladagatal
Hvenær eru starfsdagar á Sunnuási? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Sunnuáss
Leikskólinn Sunnuás tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans