Suðurborg
Leikskóli með ungbarnadeild
Suðurhólar 19
111 Reykjavík
Um leikskólann
Leikskólinn Suðurborg tók formlega til starfa árið 1979. Hann starfar nú í tveimur byggingum og rúmar önnur þeirra eina deild en hin 6 deildir auk sameiginlegra rýma. Deildirnar heita Brekkukot, Lækjarkot, Hólakot, Krílakot, Dvergakot og Álfakot. Á Suðurborg eru 40 starfsmenn og þar dvelja 106 börn samtímis.
Leikskólastjóri er Berglind Hallgrímsdóttir
Viltu vita meira?
Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans.
Hugmyndafræði
Einkunnarorð Suðurborgar eru ábyrgð, umhyggja og öryggi
Markmið leikskólans er að efla sjálfstæði hvers barns og skila því öruggu út í framtíðina. Unnið er markvisst eftir tveimur kenningum sem eru í senn ólíkar en jafn mikilvægar í leik og starfi með börnum. Í hugmyndafræði Johns Deweys er áhersla lögð á frjálsa leikinn sem mikilvæga leið að menntun og þroska einstaklingsins. PBS er hugmyndafræði sem byggist á jákvæðu agakerfi sem fellst í því að kenna, viðhalda og styrkja æskilega hegðun. Suðurborg sérhæfir sig einnig í atferlisþjálfun einhverfra barna og er ráðgjafarskóli. Leikskólinn tekur þátt í verkefninu 'Lesið í leik - læsisstefna leikskóla' og Evrópusamstarfi um sérkennslu.
Miðstöð Suðurborgar
Leikskólinn Suðurborg tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.
Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.
Tengiliðir Suðurborgar eru: Kolbrún Helga Bjarkadóttir og Sigríður Gyða Halldórsdóttir
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.
Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Myndir frá Suðurborg
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Leikskólar Í Reykjavík eru um 80 leikskólar, bæði borgarreknir og sjálfstætt starfandi
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur
- Farsældarþjónusta Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna