Suðurborg
Leikskóli með ungbarnadeild
Suðurhólar 19
111 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Suðurborg tók formlega til starfa árið 1979. Hann starfar nú í tveimur byggingum og rúmar önnur þeirra eina deild en hin 6 deildir auk sameiginlegra rýma. Deildirnar heita Brekkukot, Lækjarkot, Hólakot, Krílakot, Dvergakot og Álfakot. Á Suðurborg eru 40 starfsmenn og þar dvelja 106 börn samtímis.
Leikskólastjóri er Berglind Hallgrímsdóttir
Leikskólinn Suðurborg
Viltu vita meira um Suðurborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Einkunnarorð Suðurborgar eru ábyrgð, umhyggja og öryggi
Markmið leikskólans er að efla sjálfstæði hvers barns og skila því öruggu út í framtíðina. Unnið er markvisst eftir tveimur kenningum sem eru í senn ólíkar en jafn mikilvægar í leik og starfi með börnum. Í hugmyndafræði Johns Deweys er áhersla lögð á frjálsa leikinn sem mikilvæga leið að menntun og þroska einstaklingsins. PBS er hugmyndafræði sem byggist á jákvæðu agakerfi sem fellst í því að kenna, viðhalda og styrkja æskilega hegðun. Suðurborg sérhæfir sig einnig í atferlisþjálfun einhverfra barna og er ráðgjafarskóli. Leikskólinn tekur þátt í verkefninu 'Lesið í leik - læsisstefna leikskóla' og evrópusamstarfi um sérkennslu.

Miðstöð Suðurborgar
Leikskólinn Suðurborg tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur