Aðstoð fyrir brotaþola

Öll eiga rétt á aðstoð og ofbeldi er aldrei brotaþola að kenna.

Ef þú býrð við ofbeldi eða hefur orðið fyrir ofbeldi, eða ef þú þekkir til einhvers sem er í þeim aðstæðum eru ýmis úrræði í boði.

Þú getur alltaf hringt í 112, og þú getur líka fengið aðstoð hjá ýmsum grasrótarsamtökum eða félagsþjónustunni.

Hvar leita ég hjálpar við ofbeldi?

Þú getur alltaf hringt í 112 og þú getur líka leitað til ýmissa grasrótarsamtaka og félagsþjónustunnar.

Höfuðborgarsvæðið

Kvennaathvarfið 

 • Sími: Skrifstofa: 561-3720
 • Neyðarnúmer allan sólarhringinn: 561-1205
 • Netfang: Kvennaathvarf@kvennaathvarf.is

Kvennaathvarfið er  fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns, maka eða annarra heimilisaðila.

Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað.

Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561 1205. Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.

Ókeypis viðtöl þar sem konur geta komið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.

Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma í viðtal.

Sjálfshjálparhópar starfa á vegum Kvennaathvarfsins, þar sem nokkrar konur hittast reglulega undir handleiðslu starfskonu athvarfsins. Nauðsynlegt er að koma í viðtal áður.

Miðstöðvar Reykjavíkurborgar

Þjónustuver Reykjavíkurborgar

 • Sími: 411-1111
 • Netfang: upplysingar@reykjavik.is

Miðstöðvar veita brotaþolum ofbeldis ýmiss konar ráðgjöf og þjónustu. Þú getur einnig hringt í þjónustuver borgarinnar og fengið upplýsingar um eða samband við þína miðstöð. 

Bjarkarhlíð

 • Sími: 553-3000
 • Netfang: bjarkarhlid@bjarkarhlid.is
 • Heimilisfang: Þingvað 3, 110 Reykjavík

Í Bjarkarhlíð er öllum sem orðið hafa fyrir ofbeldi og eru 18 ára og eldri veitt ráðgjöf, stuðningur og upplýsingar. Öll þjónusta Bjarkarhlíðar er ókeypis.

Bjarkarhlíð á facebook

Stígamót

 • Sími: 562-6868 / 800-6868
 • Netfang: stigamot@stigamot.is
 • Heimilisfang: Síðumúla 23, 108 Reykjavík

Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess.

Til Stígamóta kemur fólk frá 18 ára aldri vegna ofbeldis sem það hefur verið beitt, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Mörg koma vegna ofbeldis sem átti sér stað fyrir mörgum árum og jafnvel áratugum síðan. Vert að taka fram að karlmenn eru ekki síður velkomnir á Stígamót og eru u.þ.b. 10-20% af þeim sem leita til samtakanna árlega.

Stígamót veita einnig þjónustu á Vestfjörðum. Netfang: karen@stigamot.is

Stígamót veita einnig þjónustu á Egilsstöðum. Netfang: eva@stigamot.is

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis

 • Símar: 543-1000 - Aðalskiptiborð LSH
  543-2000 - Afgreiðsla bráðamóttöku LSH
  543-2094 - Neyðarmóttaka á dagvinnutíma
  543-2085 - Áfallamiðstöð LSH
 • Heimilisfang: Bráðamóttakan á Landspítalanum Fossvogi

Mikilvægt að koma sem fyrst eftir brot. Hægt er að koma beint á bráðamóttökuna í Fossvogi og biðja þar um þjónustu á neyðarmóttöku.
Hægt er að biðja um aðstoð lögreglu til að koma á neyðarmóttökuna.

Markmið neyðarmóttökunnar að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til þjónustunnar leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis.

Tilgangur með þjónustu neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleiðing kynferðislegs ofbeldis.

Þeim sem leita til neyðarmóttökunnar skal sýnd fyllsta tillitssemi og hlýja og þess gætt að þeim sé ekki mætt með vantrú eða tortryggni.  

Kvennaráðgjöfin 

 • Sími: 552-1500
 • Heimilisfang: Túngata 14,101 Reykjavík

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf.

Opnunartímar eru þriðjudaga frá kl. 20-22 og fimmtudaga frá kl. 14-16.

Megintilgangur starfseminnar er að veita konum stuðning og ráðgjöf, en Kvennaráðgjöfin er opin öllum og má hvort sem er koma eða hringja. Þjónustan er endurgjaldlaus og þurfa þeir sem til okkar sækja ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.
Hjá Kvennaráðgjöfinni starfa bæði lögfræðingar og félagsráðgjafar sem og laganemar og félagsráðgjafarnemar í sjálfboðavinnu.  

Mannréttindaskrifstofa Íslands

 • Sími: 552-2720
 • Heimilisfang: Túngata 14, 101 Reykjavík

Ókeypis lögfræði ráðgjöf fyrir innflytjendur. Ef þörf er á túlk veitir skrifstofan slíkan endurgjaldslaust, beiðni um túlk skal leggja fram við bókun.

W.O.M.E.N. in Iceland

 • Sími: 788-7574
 • Heimilisfang: Túngata 14, 2. hæð

Jafningjaráðgjöf fyrir konur af erlendum uppruna á þriðjudagskvöldum frá 20:00

Odwaga jest kobietą - Stuðningur við pólskar konur sem eru brotaþolar ofbeldis
Valdefling fyrir pólskar konur.
Þjónustan er ókeypis.
Hafið samband í gegnum facebook síðuna okkar Odwaga jest kobietą eða í síma 788 7574.

Landsbyggðin

Kvennaathvarfið Akureyri

 • Sími: 561-1205
 • Tölvupóstur: nordurland@kvennaathvarf.is
 • Facebook: https://www.facebook.com/kvennaathvarf

Kvennaathvarfið er  fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns, maka eða annarra heimilisaðila.

Athvarfið er einnig fyrir konur sem hefur verið nauðgað.

Símaráðgjöf allan sólarhringinn í síma 561 1205. Konur geta hringt og rætt mál sín og fengið stuðning og upplýsingar.

Ókeypis viðtöl þar sem konur geta komið og fengið stuðning og upplýsingar án þess að til dvalar komi.

Nauðsynlegt er að hringja áður í síma 561 1205 og panta tíma í viðtal.

Sjálfshjálparhópar starfa á vegum Kvennaathvarfsins, þar sem nokkrar konur hittast reglulega undir handleiðslu starfskonu athvarfsins. Nauðsynlegt er að koma í viðtal áður.

Fjölmenningarsetur 

 • Símar: 
  450-3090 (Íslenska/enska/spænska/rússneska/úkraínska/pólska/arabíska)
 • Netfang: mcc@mcc.is
 • Heimilisfang: Árnagata 2-4, Ísafjörður

Á Fjölmenningarsetrinu er hægt að finna ýmsar upplýsingar sem varðar innflytjendur, íslenskt samfélag, íslenskukennslu, réttindi og skyldur, túlkun, þýðingar og fleira.

Aflið

Systursamtök Stígamóta á Akureyri.

Aflið er fyrir öll sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða heimilisofbeldi og aðstandendur þeirra s.s. maka, foreldra, systkini og vini sem óska eftir ráðgjöf.

Fyllsta trúnaðar og þagmælsku er gætt.

Bjarmahlíð, Akureyri

 • Símar: 551-2520
 • Netfang: bjarmahlid@bjarmahlid.is
 • Heimilisfang: Aðalstræti 14, 600 Akureyri

Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar.

Símanúmer bráðamóttökunnar á Akureyri: 463-0800

Sigurhæðir Selfossi

 • Sími: 834-5566
 • Netfang: sigur@sigurhaedir.is
 • Heimilisfang: Þórsmörk 7, 800 Selfoss

Sigurhæðir veita þolendum ofbeldis á Suðurlandi þjónustu. Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og sömuleiðis er lögfræðileg ráðgjöf í boði.

Félagsleg þjónusta í þínu sveitarfélagi býður einnig upp á ýmsa ráðgjöf og aðstoð.