Aðstoð fyrir gerendur
Mikilvægt er að gerendur ofbeldis leiti aðstoðar til að takast á við líf sitt.
Heimilisfriður
- Sími: 555 3020
- Netfang: heimilisfridur@salfraedistofan.is
- Heimilisfang: Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
- Vefur Heimilisfriðs
Heimilisfriður, meðferðar- og þekkingarmiðstöðum ofbeldi í nánum samböndum, býður gerendum ofbeldis í nánum samböndum upp á meðferð.
Öll sem leita til Heimilisfriðar byrja í einstaklingsviðtölum. Til að byrja með er boðið upp á allt að fjögur greiningarviðtöl, þar sem vandinn er metinn og lagt á ráðin um framhaldið.
Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar, félagsþjónusta eða lögregla vísa málum til Heimilisfriðar.
Ekki er boðið upp á hjónameðferð, en mökum er alltaf boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem lagðar eru til grundvallar.
Auk þess er mökum sem þess þurfa boðið upp á sálfræðilega meðferð. Þessi aukni stuðningur við maka er nýjung og ekki beint tengd við meðferð gerandans. Með því að bjóða annars vegar upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir og hins vegar stuðnings- og meðferðarviðtöl við þolendur er undirstrikað að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum.
Heimilisfriði er einnig ætlað að miðla fræðslu og þjálfun varðandi ofbeldi í nánum samböndum og afleiðingar þess til fagfólks og almennings.
Taktu skrefið
Ef þú heldur að þú hafir mögulega beitt einhvern kynferðislegu ofbeldi eða þú eða aðrir hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun þinni, á netinu eða gagnvart öðru fólki, þá geturðu fengið hjálp hjá Taktu skrefið.