Ofbeldi. Hvar get ég leitað hjálpar? (Auðlesinn texti)
Ofbeldi getur verið:
- Líkamlegt ofbeldi. Til dæmis að kýla, slá og sparka.
- Andlegt ofbeldi. Til dæmis að hóta, skamma, ógna, niður-lægja og stjórna.
- Kynferðis-legt ofbeldi. Til dæmis nauðgun eða kynferðis-leg áreitni. Kynferðis-leg áreitni er til dæmis snerting sem þú vilt ekki.
Ofbeldi
Fólk sem verður fyrir ofbeldi kallast brota-þolar.
Þau sem beita ofbeldi geta bæði verið konur og karlar. Brota-þolar geta verið af öllum kynjum þó konur séu oftar brota-þolar.
Stundum er fólk ekki alveg visst um hvort það hafi orðið fyrir ofbeldi. Þá er mikil-vægt að ræða við vin eða sér-fræðinga til dæmis í Kvenna-athvarfinu eða hjá Stíga-mótum.
Enginn á að þurfa að þola ofbeldi.
Ofbeldi brýtur gegn mann-réttindum og frelsi fólks.
Öll eiga rétt á að leita sér hjálpar gegn ofbeldi.
Ofbeldi er aldrei brotaþola að kenna!
Hvar get ég leitað hjálpar?
Þú getur alltaf hringt í 112. Það er líka hægt að hafa samband við alla hér fyrir neðan:
- Sími á skrifstofu: 561-3720
- Neyðarnúmer allan sólar-hringinn: 561-1205
- Tölvu-póstur: kvennaathvarf@kvennaathvarf.is
- Facebook: https://www.facebook.com/kvennaathvarf
Athvarfið er fyrir konur og börn þeirra þegar þau geta ekki verið heima hjá sér vegna and-legs eða líkam-legs ofbeldis eigin-manns, eða annarra sem búa á heimilinu.
Athvarfið er líka fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun.
Símaráðgjöf allan sólar-hringinn í síma 561-1205.
Konur geta hringt og rætt málin. Þær geta fengið stuðning og upp-lýsingar.
Viðtöl eru í boði þar sem konur geta komið og fengið stuðning og upp-lýsingar án þess að gista.
Nauðsyn-legt er að hringja fyrst í síma 561-1205 og panta tíma.
Til eru hópar þar þar sem konur hittast til að hjálpa hver annarri. Þær fá aðstoð frá starfs-konu Kvenna-athvarfsins.
Nauðsyn-legt er að koma í viðtal áður.
- Sími: 553-3000.
- Net-fang: bjarkarhlid@bjarkarhlid.is
- Heimilis-fang: Bleikargróf 6, 108 Reykjavík
Bjarkar-hlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkar-hlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.
Það þarf að bóka tíma. Opnunartími er 9-17 alla virka daga
Þjónustu-miðstöðvar Reykjavíkur-borgar
- Sími: 411-1111
- Net-fang: upplysingar@reykjavik.is
Þjónustu-miðstöðvar veita ráðgjöf fyrir þá sem eru beittir eru ofbeldi. Hér eru upp-lýsingar um þjónustu-miðstöðvar í Reykjavík.
Þú getur líka hringt í þjónustu-ver borgarinnar og fengið upp-lýsingar um þína þjónustu-miðstöð eða fengið beint samband við þjónustu-miðstöð.
- Sími: 562-6868 eða 800-6868
- Netfang: stigamot@stigamot.is
- Heimilis-fang: Síðumúla 23, 108 Reykjavík.
Þjónusta Stíga-móta er bæði fyrir konur og karla sem eru 18 ára eða eldri.
Flestir sem koma til Stíga-móta hafa orðið fyrir kynferðis-legu ofbeldi.
Stíga-mót eru líka fyrir fjölskyldu-meðlimi og aðra sem eru nánir þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi.
Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðis-ofbeldis Landspítalanum
- Sími:
543-1000 Aðal-skiptiborð
543-2000 Afgreiðsla bráða-móttöku
543-2094 Neyðar-móttaka á daginn
543-2085 Áfallamiðstöð - Heimilis-fang: Lands-spítalinn Foss-vogi
Neyðar-móttakan veitir þeim þjónustu sem hefur verið nauðgað eða hafa lent í tilraun til nauðgunar.
Tilgangur með þjónustu neyðar-móttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir heilsu-tjón.
Allir geta notað þessa þjónustu Land-spítalans.
- Sími: 552-1500
- Heimilis-fang: Túngata 14, 101 Reykjavík
Kvenna-ráðgjöfin er með ókeypis lögfræði-aðstoð og félags-ráðgjöf sem er fyrir alla.
Opnunartímar eru:
- Þriðjudaga frá klukkan 8 eftir hádegi til klukkan 10 eftir hádegi.
- Fimmtudaga frá klukkan 2 eftir hádegi til klukkan 4 eftir hádegi.
Megin-tilgangur starfseminnar er að veita stuðning og ráðgjöf.
Þjónustan kostar ekki neitt.
Það þarf ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónu-upplýsingar.
Ísafjörður
- Símar: 450-3090 (Íslenska/enska)
470-4706 (Litháíska)
470-4707 (Rússneska)
470-4708 (Pólska)
470-4709 (Serbneska/Króatíska
470-4702 (Tælenska
470-4705 (Spænska) - Net-fang: mcc@mcc.is
- Heimilis-fang: Árnagata 2-4, Ísafjörður
Á Fjöl-menningar-setrinu er hægt að finna ýmsar upp-lýsingar sem varðar inn-flytjendur.
Þar er hægt að fá upp-lýsingar um íslenskt samfélag, íslensku-kennslu, réttindi og skyldur, túlkun, þýðingar og fleira.
Aðstoð fyrir gerendur
- Sími: 555-3020
Meðferð fyrir fólk sem beitir ofbeldi.
Heimilis-ofbeldi er alvarlegt vanda-mál.
Ef þú þekkir einhvern sem hefur beitt eða verið beittur ofbeldi á heimilinu getur þú bent þeirri manneskju á Heimilis-frið.
Landsbyggðin
Akureyri
- Sími: 561-1205
- Tölvu-póstur: nordurland@kvennaathvarf.is
- Facebook: https://www.facebook.com/kvennaathvarf
Athvarfið er fyrir konur og börn þeirra þegar þau geta ekki verið heima hjá sér vegna and-legs eða líkam-legs ofbeldis eigin-manns, eða annarra sem búa á heimilinu.
Athvarfið er líka fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun.
Símaráðgjöf allan sólar-hringinn í síma 561-1205.
Konur geta hringt og rætt málin. Þær geta fengið stuðning og upp-lýsingar.
Viðtöl eru í boði þar sem konur geta komið og fengið stuðning og upp-lýsingar án þess að gista.
Nauðsyn-legt er að hringja fyrst í síma 561-1205 og panta tíma.
Til eru hópar þar þar sem konur hittast til að hjálpa hver annarri. Þær fá aðstoð frá starfs-konu Kvenna-athvarfsins.
Nauðsyn-legt er að koma í viðtal áður.
- Sími: 461-5959 eða 857-5959
- Net-fang: aflidakureyri@gmail.com
Aflið býður upp á aðstoð fyrir öll sem hafa orðið fyrir kynferðis-ofbeldi eða heimilis-ofbeldi.
Aflið er líka fyrir þau sem eru náin þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi og vilja fá ráðgjöf.
Mikil áhersla er lögð á að halda trúnað við alla sem leita til Aflsins þar sem málin eru oft viðkvæm og persónuleg.
Bráðamóttakan Akureyri
- Sími: 463-0800
- Heimilis-fang: Inngangur C, Sjúkrahúsið á Akureyri - Eyrarlandsvegi
- Sími: 551-2520
- Net-fang: bjarmahlid@bjarmahlid.is
- Heimilis-fang: Aðalstræti 14, 600 Akureyri
Bjarma-hlíð er mið-stöð fyrir þolendur ofbeldis.
Í Bjarma-hlíð er hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarma-hlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum.
Suðurland
- Sími: 834-5566
- Netfang: sigur@sigurhaedir.is
- Heimilis-fang: Þórsmörk 7, 800 Selfoss
Sigur-hæðir veita þolendum ofbeldis á Suðurlandi þjónustu. Lögregla til staðar innan Sigur-hæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og einnig er lög-fræðileg ráðgjöf í boði.
Félags-leg þjónusta í þínu sveitar-félagi býður einnig upp á ýmsa ráðgjöf og aðstoð.
Úrræði fyrir brota-þola
Smelltu hér til að sjá úrræði sem standa til boða ef þú býrð við ofbeldi eða hefur orðið fyrir ofbeldi, eða ef þú veist um einhvern sem er í þeim að-stæðum.