MenntaStefnumót 2024

 

MenntaStefnumót 2024

MenntaStefnumótið er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi borgarinnar í tengslum við innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur. Markmið mótsins er að skapa vettvang til að miðla því fjölbreytta þróunar- og nýsköpunarstarfi sem orðið hefur í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar og skapa samtal um menntun til framtíðar.

Föstudagurinn 17. maí

08:00  Morgunverður á starfsstöðum
08:30  Samtal um framtíð menntunar - beint streymi úr Hörpu
10:30   Pása 
10:50   Stafræn fræðsla
12:00   Hádegismatur
13:00   Dagskrá í hverjum borgarhluta 

 

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Meginmarkmið Menntastefnu Reykjavíkurborgar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Tvö leiðarljós vísa veginn, hið fyrra er „barnið sem virkur þátttakandi“ og hið síðara er „fagmennska og samstarf í öndvegi“. Grundvallarþættir stefnunnar eru fimm; félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði.

Myndagáta MenntaStefnumóts

Reyndu við myndagátuna, starfsfólk skóla- og frístundasviðs gæti átt von á vinningi frá Óskaskríni upp á 17 þúsund krónur. Fjögur verða dregin út.