Fróðleikskista

Fróðleikskista

Menntastefna Reykjavíkurborgar hvetur okkur til að þróa skóla- og frístundastarf í skapandi lærdómssamfélagi sem mætir þörfum 21. aldarinnar. Stefnan hverfist um börnin, þarfir þeirra og velferð í nútíð og framtíð en um leið valdeflingu starfsfólks og aukna fagmennsku í skóla- og frístundastarfi.

 

Í Fróðleikskistu Menntastefnumótsins er efni til fróðleiks, stuðnings og upplýsinga. Efnið er flokkað eftir grundvallarþáttum menntastefnu Reykjavíkurborgar; félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði.

 

"Komdu og skoðaðu í kistuna mína.."

Félagsfærni

Með félagsfærni er átt við hæfnina til að eiga árangursrík samskipti við aðra og viljann til hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Kapp er lagt á að börn öðlist færni í að starfa saman, setja sig í spor annarra og sýna öðrum góðvild og virðingu. Félagsfærni tengist meðal annars tilfinningalæsi, réttlætiskennd og leiðtogahæfni. Félagsfærni þroskast öðru fremur með þátttöku í virku, lýðræðislegu samstarfi þar sem börn fá tækifæri til að sýna hug sinn í verki og koma skoðunum sínum á framfæri. Þannig verður barnið virkur þátttakandi í mótun þess samfélags sem það tilheyrir.

  • Námskeið í stöðumati fyrir nýja nemendur á Íslandi. Námslína um fyrirlögn stöðumats. Námslínan inniheldur fimm námskeið. Í Aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að leggja skuli stöðumat fyrir nýja nemendur á Íslandi þegar þeir hefja nám í grunnskóla. Stöðumatið skal leggja fyrir á sterkasta tungumáli nemandans.
  • Hvar heyri ég og tala íslensku? Málstefnuvinna með nemendum, hvernig hægt er að ræða um tungumál og málnotkun með nemendum. Frekari upplýsingar er að finna á vef Miðju máls og læsis, MML.
  • Syngjandi skóli. Markmið verkefnisins Syngjandi skóli er að auka almennan söng í skólum og rjúfa múra milli tónmenntakennslu og annarrar kennslu. Að allt fagfólk sjái mikilvægi söngs og tónlistar fyrir börn og hvernig þátttaka í söng eykur orðaforða, samkennd, félagsfærni, tungumálakunnáttu, inngildingu og fleira. Með aðstoð gagnabankans Syngjandi skóli getur allt starfsfólk nýtt sér sönginn í starfi með börnum. 
  • Barnaheill - Vinátta. Forvarnarverkefni gegn einelti. Það hentar 0 - 9 ára og hefur að geyma mikið af flottum verkfærum sem hægt er að nýta sér í skólastarfi. Nánar á: barnaheill.is/is/forvarnir/vinatta
  • Orðin okkar. Jafnréttisstofa hleypir af stokkunum herferðinni Orðin okkar til að hvetja fólk til umhugsunar um áhrifamátt orða sinna. Orð geta sært, sundrað og brotið niður en þau geta einnig nært, huggað og sameinað.
  • Móðurmál: Samtök um tvítyngi. Hagsmuna- og regnhlífasamtök sem styðja við og halda utan um móðurmálskennslu á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Móðurmáls eru að styðja við móðurmálshópa og móðurmálskennara, að vinna með foreldrum fjöltyngdra barna að því að skapa börnunum tækifæri til að læra móðurmál, að taka þátt í rannsóknum um fjöltyngi og móðurmál, að þróa móðurmálskennslu og að styðja við virkt fjöltyngi í samfélaginu. Vefsíðan þeirra: modurmal.com/
  • Móðurmál: the Association on Bilingualism. an interest and umbrella organization that supports and manages mother tongue teaching in the Capital City Area in Iceland. Móðurmál aims to support mother tongue groups and mother tongue teachers, to work with parents of plurilingual children to create opportunities for the children to learn their mother tongues, to participate in research on multilingualism and mother tongues, to develop mother tongue teaching, and to support active multilingualism in society. Website: modurmal.com/
  • Rjúpnahæðarleiðin - kennsluaðferð í lýðræði. Aðferðin hefur verið í þróun í leikskólanum Rjúpnahæð í tæp 20 ár. Gefnar hafa verið út tvær bækur Rjúpnahæðarleiðin – leiðarvísir í lýðræði fyrir skóla og Börn og friður – hvernig túlka börnin frið?  
  • Aðstoða og þiggja aðstoð á vingjarnlegan hátt. Einföld aðferð til að þjálfa börn í að hjálpast að án þess að taka fram fyrir hendurnar hvert á öðru. Nýtist vel við innleiðingu námstækja, en hefur einnig komið sér vel í stærðfræðitímum. Stutt myndskeið sem lýsir aðferðinni fyrir nemendum. Veggspjaldið má hengja upp þegar búið er að kynna aðferðina til að minna á. 
  • Uppspretta. vefur sem Reykjavíkurborg heldur úti með hinum ýmsu fræðslutilboðum sem stendur grunnskólum Reykjavíkurborgar tilboða. Önnur sveitafélög geta nýtt síðuna til þess að skoða framboð. Vefur Uppsprettu: uppspretta.reykjavik.is/
  • Skrekkur. Árleg hæfileikakeppni hjá Reykjavíkurborg, viðburðurinn eflir nemendalýðræði og eflir samvinnu og félagsfærni þátttakenda.

Verkfærakista Menntastefnuvefs Reykjavíkurborgar inniheldur mörg hundruð verkfæri. Auðvelt að leita eftir tengingu við Menntastefnu, gerð efnis og markhópum. 

Sjálfsefling

Sjálfsefling felur í sér að barnið öðlist trú á eigin getu, læri að þekkja styrkleika sína og veikleika ásamt því að setja sér markmið og fylgja þeim eftir. Sjálfsefling byggir á sjálfsaga og þrautseigju. Skýr og sterk sjálfsmynd hjálpar barninu að taka sjálfstæðar, ábyrgar ákvarðanir, takast á við mótlæti og lifa í sátt við aðra. Sjálfsstjórn og samskiptahæfni eru nátengd og hafa áhrif á sjálfstraust barna, líðan, námsárangur og árangur í lífinu.

Í aðgerðaráætlun Menntastefnu fyrir árin 2022-2024 var ákveðið að stefna að útgáfu á nýjum handbók fyrir deildarstjóra stoðþjónustu í grunnskólum, sérkennslustjóra í leikskólum og farsæld í frístundaþjónustu. Hér er afrakstur þeirrar vinnu:

 

Verkfærakista Menntastefnuvefs Reykjavíkurborgar inniheldur mörg hundruð verkfæri. Auðvelt að leita eftir tengingu við Menntastefnu, gerð efnis og markhópum. 

Læsi

Með læsi er átt við þá hæfni að geta lesið, skilið, túlkað og unnið á gagnrýninn hátt með ritað mál, orð, tölur, myndir og tákn. Í víðtækri merkingu vísar hugtakið einnig til læsis á ólíka miðla, umhverfi, hegðun og aðstæður. Læsi er í eðli sínu félagslegt fyrirbæri og hefst með máluppeldi barna við fæðingu. Góð læsisfærni á íslensku er lykill að þekkingaröflun og skilningi á umhverfi og samfélagi.

  • Bæklingar um tví- og fjöltyngi á sjö tungumálum. Bæklingarnir eru þrír talsins og ætlaðir foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla. Bæklingarnir koma upphaflega út á frönsku eru til á nokkrum tungumálum inni á síðu Aloadiversite. Bæklingunum er ætlað að vera ítarefni til viðbótar foreldraviðtali með ráðgjöf eða foreldrafræðslu um málheim fjöltyngdra barna og gæðamálörvun.
  • Gæðamálörvun í daglegu starfi. Hér má finna veggspjald um gæðamálörvun í leikskólastarfi sem hægt er að prenta út og hengja upp. Best er að hengja veggspjaldið upp á stöðum þar sem margir hafa það fyrir augunum. Tilvalið er að prenta út aukaeintak og hengja í fataklefann þar sem foreldrar geta líka lesið þó veggspjaldið sé hannað með starfsfólk leikskóla í huga.
  • Millimenningarfræðsla - Úkraína og Pólland. Á síðunni Brúarsmiðir - Tvítyngiráðgjafar hjá MML er að finna fræðslu um fjölbreyttan menningarbakgrunn barnanna í borginni. 
  • Myndaþema (Bildetema)  Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin.

 

Verkfærakista Menntastefnuvefs Reykjavíkurborgar inniheldur mörg hundruð verkfæri. Auðvelt að leita eftir tengingu við Menntastefnu, gerð efnis og markhópum. 

Sköpun

Sköpun er margslungið ferli sem í grunninn byggist á forvitni, skapandi og gagnrýnni hugsun en líka á þekkingu, frumkvæði og leikni. Sköpun nær flugi þar sem áskoranir eru fjölbreyttar, spurningar eru opnar, lausnir margar og áhersla er lögð á framkvæmdina og sýnileika hennar. Í gegnum sköpunarferlið verður til eitthvað sem hefur gildi fyrir barnið sjálft, næsta umhverfi og/eða samfélagið.

 

 

Verkfærakista Menntastefnuvefs Reykjavíkurborgar inniheldur mörg hundruð verkfæri. Auðvelt að leita eftir tengingu við Menntastefnu, gerð efnis og markhópum. 

Heilbrigði

Undir heilbrigði falla meðal annars lífs- og neysluvenjur, líkamleg færni, kynheilbrigði og andleg og félagsleg vellíðan. Hugmyndir um heilbrigði hafa þróast með aukinni þekkingu á samspili hugar og líkama, náttúrulegu og félagslegu umhverfi og áhrifum efna og fæðu. Í hnotskurn má segja að sá einstaklingur sé heilbrigður sem hefur tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl og öðlast hæfni til að standa vörð um eigið heilbrigði. Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi.

  • Heilsueflandi leikskóli. Heil­sue­flan­di leik­skóli snýst um að vin­na á markvis­san hátt að heil­sue­flingu. Umhver­fið þarf að vera þan­nig að öl­lum geti liðið vel í leik­skólanum sínum, bæði starfs­fól­ki og bör­num.
  • Heilsueflandi grunnskóli. Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild.
  • Heilsueflandi frístundaheimili. Gátlistinn sem eftir skiptist upp í fjóra grunnþætti sem eru á ábyrgð frístundaheimila, þ.e. hreyfing og útivist, næring, líðan og lífsstíll. Gátlistinn er ætlaður til þess að hægt sé að skoða hvernig viðkomandi frístundaheimili gengur að vinna að settum áherslum, hvað vel er gert og hvar sóknarfærin liggja.
  • Heilsueflandi félagsmiðstöð. Gátlistinn sem skiptist upp í fjóra grunnþætti sem eru á ábyrgð félagsmiðstöðva, þ.e. hreyfing og útivist, næring, líðan og lífsstíll. Gátlistinn er ætlaður til þess að hægt sé að skoða hvernig viðkomandi félagsmiðstöð gengur að vinna að settum áherslum, hvað vel er gert og hvar sóknarfærin liggja.
  • Vika6. Kynheilbrigðsátak sem haldið er í 6. viku ár hvert. Við kynnumst hugmyndina á bak við átakið og fáum góð ráð! Skoða má efni tengt Viku6 á slóðinni: reykjavik.is/vika6

 

 

Verkfærakista Menntastefnuvefs Reykjavíkurborgar inniheldur mörg hundruð verkfæri. Auðvelt að leita eftir tengingu við Menntastefnu, gerð efnis og markhópum. 

Farsæld barna í Reykjavík - Betri borg fyrir börn

  • Farsæld barna í Reykjavík og Betri borg fyrir börn, eða verkefnið BBB. Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Markmið laganna er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Reykjavíkurborg innleiðir farsældarlögin í gegnum verkefnið Betri borg fyrir börn. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Leiðarljós laganna eru mjög skýr- fylgstu með-bregstu við- komdu á samstarfi. 
  • Upplýsingabrunnur BBB. Hér getur starfsfólk Reykjavíkurborgar sem starfar með börnum nálgast mikilvægar upplýsingar um verkefnið og gögn á borð við eyðblöð, verklög og aðrar leiðbeiningar.